Innherji
Seðlabankastjóri segir að samfellt kaupmáttarskeið sé mögulega komið á enda
Það er „engin ástæða til að örvænta yfir þessari þróun,“ að sögn Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra, þegar hann er spurður út í hækkandi verðbólguvæntingar fjárfesta á skuldabréfamarkaði en þær hafa rokið upp á síðustu vikum, til fimm ára mælast þær núna um 5,5 prósent, og hafa ekki verið hærri frá því eftir fjármálahrunið.
Tölvuþrjótur sendi 400 tilhæfulausa reikninga í nafni Orra Vignis
Um 400 einstaklingar tengdir framkvæmdastjóra Frumherja fengu senda tilhæfulausa reikninga í nafni hans nú í morgun. Bíræfinn einstaklingur bjó til reikning í nafni framkvæmdastjórans. Yfirmaður netöryggisráðgjafar hjá Deloitte segist merkja aukningu í veiðipóstum sem beint er að stjórnendum fyrirtækja.
Fortuna Invest vikunnar: Hversu vel fylgdist þú með viðskiptafréttum?
Í þetta sinn athuga Fortuna Invest hversu vel lesendur Innherja fylgdust með viðskiptafréttum í vikunni.
Skaðabótaskylda ríkisins vegna sóttvarnaraðgerða?
Ljóst er að heilbrigðiskerfið verður að aðlaga sig að verkefnum sínum en ekki samfélagið að heilbrigðiskerfinu. Í því samhengi er eðlilegt að velta því upp hvort rétt sé að líta á mögulegt álag á heilbrigðiskerfið sem málefnalega ástæðu fyrir skerðingu á stjórnarskrárvörðum réttindum landsmanna. Með öðrum orðum, hvort stjórnvöld geti notað vanrækslu á lögbundinni skyldu sinni til að réttlæta inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi landsmanna.
Veitingastaðir fá hvert höggið á fætur öðru á kostnaðarhliðinni
Mjög margir veitingastaðir eru í erfiðri stöðu um þessar mundir eftir að hafa glímt við hverja áskorunina á fætur annarri á síðustu tveimur árum. Miklar launahækkanir, í bland við hækkun aðfangaverðs, munu að öllu óbreyttu fara beint út í verðlagið eða leiða til frekari hagræðingaraðgerða. Þetta segir Gunnar Örn Jónsson, annar eigenda veitingastaðarins XO.
Hrein framvirk gjaldeyrisstaða stækkaði um 139 milljarða frá byrjun árs 2021
Á síðasta ári mátti greina aukinn áhuga viðskiptavina hjá bönkunum á því að verja sig fyrir styrkingu krónunnar. Sést það bæði á framvirki stöðu bankanna í erlendum gjaldmiðli og fjölda samninga og mótaðila í slíkum samningum. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabanki Íslands birti í morgun.
Það er hægt að eiga varasjóð þótt heimilið skuldi húsnæðislán
Raunveruleikinn er sá að skuldlaus heimili eru jafn sjaldgæf og skuldlaus fyrirtæki. Það eru bara einhyrningar eða erfðaprinsar og -prinsessur, ekki ég eða þú. Þannig þarf að eiga varasjóð þótt það séu skuldir á efnahagsreikningi heimilisins. Fjölskyldan þarf að eiga 5 til 6 mánaða útborguð laun á reikningi sem er aðgengilegur innan 3 til 6 mánaða.
Verðbólguvæntingar fjárfesta ekki verið hærri frá hruni, bankinn þarf að „gefa skýr skilaboð“
Verðbólguhorfurnar hafa versnað til muna á skömmum tíma, rétt eins og í öðrum löndum í kringum okkur, og eru íslenskir fjárfestar á skuldabréfamarkaði að sjá fyrir sér að verðbólguskotið sem kunni að vera í vændum verði það mikið að ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum „muni étast upp í verðbólgunni.“
Enn „töluverður kraftur“ í kortaveltu heimila
Heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 82,3 milljörðum króna og jókst um 13 prósent frá sama mánuði í fyrra, sem er álíka vöxtur og var í janúar. Ef litið er aftur til febrúar 2020 nemur aukningin 4,5 prósentum. Þetta má lesa úr nýbirtum kortaveltugögnum Seðlabanka Íslands.
Hafa „hert róðurinn“ til að semja við ESB um lækkun tolla á sjávarafurðum
Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum „hert róðurinn“ varðandi kröfu um bætt aðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir að mörkuðum innan Evrópusambandsins og haldið á lofti kröfu um fulla fríverslun fyrir sjávarafurðir. Þetta kemur fram í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Innherja.
Krafa ríkisbréfa rýkur upp fyrir fimm prósent, ekki verið hærri í þrjú ár
Lánskjör ríkissjóðs við að fjármagna sig á innlendum skuldabréfamarkaði hafa farið hratt versnandi á undanförnum vikum samhliða því að fjárfestar óttast að verðbólgan muni reynast mun meiri en áður var spáð. Þar ræður mestu hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum vegna stríðsátakanna í Úkraínu.
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“
Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu.
Erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða „ekkert síður áhættusamar,“ meiri sveiflur í ávöxtun
Raunávöxtun erlendra eigna íslensku lífeyrissjóðanna hefur sveiflast meira heldur en innlendra á árunum 2000 til 2020. Það skýrist að hluta til af því að vægi skuldabréfa, sem flöktir að jafnaði minna en hlutabréfa, er hátt í innlendum eignum sjóðanna en í tilfelli erlendu eignanna er hlutfall hlutabréfa talsvert meira.
Einar Egils og Guðjón til Skots
Leikstjórarnir Guðjón Jónsson og Einar Egilsson hafa gengið til liðs við framleiðslufyrirtækið Skot Productions.
Rapyd orðið verðmætasta fjártæknifélag Ísraels, verðið sexfaldaðist á rúmu ári
Ísraelska fjárftæknifyrirtækið Rapyd, sem tók yfir Kortaþjónustuna árið 2020 og bíður samþykkis yfirvalda vegna kaupa á Valitor, er verðmetið á 15 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði nærri tveggja billjóna íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt ísraelska viðskiptablaðsins Calcalist.
Ríkissjóður fær sérstaka arðgreiðslu frá Landsbankanum upp á sex milljarða
Bankaráð Landsbankans hefur lagt til sérstaka arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 6.141 milljón króna sem til stendur að greiða út í lok næsta mánaðar. Sú greiðsla kemur til viðbótar áður boðuðum arðgreiðslum bankans vegna afkomu ársins 2021 upp á 14,4 milljarða.
Pólitísk markmið eigi ekki að vera hluti af launatékka forstjóra
Sjálfbærnitengdir kaupaukar ganga gegn grundvallarsjónarmiðum um hlutverk fyrirtækja, segir Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Pólítísk markmið eiga ekki að vera hluti af launatékka forstjóra að hans sögn heldur alfarið í höndum stjórnmálamanna.
Refsiaðgerðir gegn Rússum „auka á verðbólguþrýstinginn,“ segir Seðlabankinn
Stríðsátökin í Úkraínu munu hafa „veruleg og mögulega ófyrirséð áhrif“ á efnahagsframvinduna hér á landi í ljósi þeirra þvingunaraðgerða sem gripið hefur verið til gegn Rússlandi.
Dagur í lífi Margrétar Bjarna: Félagslynd og fjölskyldurækin náttugla
Margrét Bjarnadóttir hlaut fimmta sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leggur stund á lögfræðinám. Hún er matreiðslumaður að mennt en maðurinn hennar er þó duglegri við eldamennskuna heimavið. Margrét er ekki morgunmanneskja sem kann að skýrast af því að hún segist alltaf fara of seint að sofa.
Tímaspursmál hvenær kaupaukar tengdir sjálfbærni spretta upp í Kauphöllinni
Það er aðeins „tímaspursmál“ hvenær sjálfbærnitengdir kaupaukar verða innleiddir hjá fleiri skráðum félögum í Kauphöllinni. Kaupaukar af þessu tagi hafa rutt sér til rúms á erlendum hlutabréfamörkuðum og viðmælendur Innherja benda á að nýjungar á sviði sjálfbærni berist iðulega til Íslands með nokkurra ára töf.
Prófkjörsslagur Innherja: Ásdís og Karen keppa um oddvitasætið í Kópavogi
Tvær takast á um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Bankið í ofninum: Hvað þarf til að kenna atvinnubílstjórum að keyra?
Það virðist vera lenska hjá hinu opinbera að hlaða stöðugt utan á skilyrðin sem fylgja hinum ýmsu leyfisveitingum.
Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun.
Þjóð í öfgum
Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi.
Frumvarpið „vonbrigði,“ auka þarf svigrúm til fjárfestinga erlendis „hraðar og meira“
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna, meðal annars tveggja af þremur stærstu sjóðunum, gagnrýna að ekki sé gengið lengra í frumvarpsdrögum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum.
Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við ESB um lækkun tolla
Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, kallar eftir því að stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um tollaívilnanir svo að liðka megi fyrir sölu á uppsjávarafurðum til ríkja innan sambandsins. Þetta kom fram í máli Gunnþórs á uppgjörsfundi Síldarvinnslunnar í gær.
FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið.
Mesta dagsveltan á gjaldeyrismarkaði í sex ár
Heildarveltan á millibankamarkaði gjaldeyri nam 107 milljónum evra, jafnvirði 15,6 milljarða íslenskra króna, síðastliðinn mánudag þegar Seðlabanki Íslands stóð að baki stærstu gjaldeyrissölu sinni á einum degi í að lágmarki þrettán ár til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar.
Rúmlega þrjátíu milljarðar á innlánsreikningum Auðar
Staða innlána hjá Auði, fjármálaþjónusta Kviku, er rúmlega þrjátíu milljarðar króna og viðskiptavinir bankans telja á annan tug þúsunda. Auður vakti mikla athygli við stofnun fyrir þremur árum því hún bauð hæstu mögulegu innlánsvexti.
Skortstöðum fækkaði í takt við hækkanir í Kauphöllinni
Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust 44 tilkynningar um skortstöður í fyrra en til samanburðar bárust 163 slíkar tilkynningar árið 2020. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit 2022 sem Seðlabankinn birti í morgun.