Innherji
Sjóðir Akta bæta enn við sig í Sýn og fara með yfir 7 prósenta hlut
Fjárfestingasjóðir í stýringu Akta hafa á innan við þremur mánuðum keypt samanlagt um 7,3 prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu Sýn og eru nú á meðal allra stærstu hlutahafa félagsins.
Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár
Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af.
Þjóðarsjóður Kúveit fjárfestir í fasteignafélaginu Eik
Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, fjárfesti í fasteignafélaginu Eik fyrir vel á þriðja hundrað milljónir króna í síðasta mánuði.
Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022.
Innflæði í hlutabréfasjóði meira en fjórfaldast á milli ára
Útlit er fyrir að hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta ári verði samtals um 30 milljarðar króna samhliða miklum verðhækkunum flestra skráða félaga í Kauphöllinni en til samanburðar nam það aðeins tæplega 7 milljörðum á öllu árinu 2020.
Dagur í lífi Hönnu Katrínar: Fær mikla orku út úr því að umgangast vinina
Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Hún er oftast síðust fjölskyldumeðlima út úr húsinu á morgnana. Hún er dugleg að stunda íþróttir þó hún segi nú orðið fari meira fyrir áhorfi en beinni þátttöku.
Tækifæri kjörtímabilsins
Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu.
Stutt skref og risastökk
Samtök iðnaðarins standa að talningu íbúða í byggingu tvisvar á ári. Allt frá árinu 2019 hafa Samtökin varað við því að fækkun íbúða í byggingu gæti leitt til verðhækkana á markaði sem nú hefur raungerst. Staðan nú þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Þrjár lexíur á liðnu ári
Kaupmáttur hefur aukist þrátt fyrir efnahagsáfallið og hefur aldrei verið meiri, en undanfarin ár hafa ráðstöfunartekjur aukist mest hjá tekjulægri hópum. Þessa stöðu þurfum við að verja af öllum mætti, bæði í komandi kjaraviðræðum og ákvörðunum um útgjöld hins opinbera næstu misseri.
Of flókið regluverk kemur niður á eftirliti með fjármálakerfinu
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, segir að regluverkið í kringum fjármálakerfið sé sennilega orðið flóknara en góðu hófi gegnir. Umstangið í kringum innleiðingu á Evrópugerðum kemur niður á getu stofnunarinnar til að sinna mikilvægum eftirlitsstörfum.
Sjálfbær útgáfa jókst um ríflega 40 prósent milli ára
Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa á Íslandi nam 173 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 122 milljarða króna árið 2020 samkvæmt tölum frá sjálfbærniteymi KPMG. Vöxtur í útgáfu sjálfbærra bréfa nam því 42 prósentum á milli ára.
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú helstu viðskiptafréttir ársins?
Ýmislegt átti sér stað í viðskiptalífinu á árinu.
Metár í útgreiðslum gæti skilað fjárfestum nálægt 200 milljörðum
Útlit er fyrir að arðgreiðslur og kaup íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni á eigin bréfum á næsta ári verði sögulega háar og geti samanlagt nálgast hátt í 200 milljarða króna. Það yrði þá tvöfalt meira en áætlað er að slíkar útgreiðslur til hluthafa félaganna hafi numið á árinu 2021, eða rúmlega 80 milljarðar, sem eru engu að síður þær mestu sem sést hafa frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið 2008.
2021: Slæmt ár fyrir frjálslyndi og frelsi
Árið 2021 markaðist af auknu valdi kerfisins, skertum áhrifum lýðræðis og framsókn hinnar nýju rétttrúnaðarreglu. Á árinu 2021 birtust ótvíræð merki um að mistekist hefði að læra af sögunni og því væri verið að endurtaka fyrri mistök og fórna um leið árangri liðinna ára.
Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum
Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.
Er ekki bara best að skrifa skýrslu?
Þrátt fyrir að stjórnmálamenn hugi lítt að verðmætasköpun í framtíð þegar kemur að sjávarútvegi hefur atvinnugreinin sjálf staðið sína plikt. Fjárfest hefur verið í vélum, tækjum, skipum og búnaði fyrir tugi milljarða króna á hverju ári, undanfarin ár. Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi ætla ekki að bíða eftir því hvað framtíðin færir þeim.
Góðir frumkvöðlar verði ekki í vandræðum með fjármagn
Helga Valfells, einn af eigendum Crowberry Capital, segir að fjármögnunarumhverfið á Íslandi hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Nú séu fimm einkareknir og vel fjármagnaðir vísissjóðir starfandi á landinu, hver með sína áherslu, og hún býst við að næsta ár verði fullt af spennandi fjárfestingatækifærum.
Orku- og veitumálin sett myndarlega á dagskrá
Nú í árslok vorum við minnt á að orkuöryggi er ekki sjálfgefið. Vaxandi orkuþörf heimila, fyrirtækja og fyrir orkuskiptin til að ná árangri í loftslagsmálum er staðreynd. Sem betur fer er samtalið þegar hafið um það hver orkuþörfin verður og hvernig hún verði leyst.
Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar
Fjölmiðlar sinna gæsluhlutverki gagnvart ríkisvaldinu. Hlaðvörp gera það ekki. Hlaðvörp eru ekki fjölmiðlar. Að telja að svo sé lýsir því miður viðtekinni skoðun og viðhorfi ríkisins til fjölmiðla. Hlaðvörp eru líkari skoðanapistli heldur en fjölmiðli. Að kalla hlaðvörp fjölmiðil gerir því lítið úr fjölmiðlum og er atlaga að tjáningarfrelsi almennra borgara.
Arðgreiðslur og kaup á eigin bréfum ekki verið meiri frá fjármálahruni
Fyrirtæki í Kauphöllinni hér á landi hafa greitt til hluthafa sinna meira en 80 milljarða króna á þessu ári í formi arðs og metkaupa á eigin bréfum. Aukningin á milli ára er tæplega 50 milljarðar, eða sem nemur um 150 prósentum.
Evrópugerðir gera eftirlitinu kleift að sekta einstaklinga um 800 milljónir
Innleiðing á Evrópugerðunum CRR og CRD gefur fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands víðtækari heimildir til að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Eftirlitsstofnunin fær meðal annars heimild til að leggja 800 milljóna króna stjórnvaldssekt á einstaklinga sem brjóta gegn lögunum.
Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma
Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem breytingar gagnast samfélaginu öllu, að þau tækifæri sem þær fela í sér nýtist öllum og við fylgjum skýrri framtíðarsýn. Að tryggja að breytingarnar auki verðmætasköpun sem öll fá sanngjarna hlutdeild í og treystir velsæld alls almennings. Þetta er verkefni næstu ára.
Kauphöllin laðar til sín tugi milljarða ef íslensk bréf færast upp um flokk hjá FTSE
Góðar líkur eru á því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn verði færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell á næsta ári og má þá búast við innflæði upp á tugi milljarða króna frá erlendum sjóðum sem haga fjárfestingum sínum í samræmi við vísitölur fyrirtækisins. Þetta segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
Standa þarf vörð um virka samkeppni
Sporna þarf við samkeppnishindrunum á sem flestum sviðum, draga úr reglubyrði og opna markaði. Í því sambandi er mikilvægt að stjórnvöld verndi ekki íslensk fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni eða hygli þeim með ólögmætum hætt. Það mun hvorki gagnast þeim né íslenskum neytendum til lengri tíma.
Kæfandi faðmur Svandísar
Allir þeir sem stunda einhvers konar rekstur vita að farsæld byggir á að eigendur og/eða stjórnendur viti hvað þeir eru að fást við. Engu að síður kýs þjóðin á fjögurra ára fresti einstaklinga til að fara með yfirstjórn hinna ólíkustu mála sem eru jafn staðfastir í trúnni á eigin getu eins og þeir eru blindir á veruleikann.
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Þarf að endurskoða úrelt viðhorf
Lilja Alfreðsdóttir segir að verðbólguþróunin verði stærsta áskorunin til skamms tíma, þar sem hrávöruverð á heimsvísu hefur hækkað um næstum 90 prósent og gámaverð um 500 prósent frá því ársbyrjun 2020.
„Óskandi að 2022 verði árið sem við lærum að lifa endanlega með veirunni“
Á árinu sem er að renna sitt skeið á enda hefur Eik fasteignafélag hækkað afkomuspá sína í tvígang og nýtt lágvaxtaumhverfið til að endurfjármagna stóran hluta af skuldum félagsins. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir óskandi að árið 2022 verið árið sem samfélagið læri að lifa endanlega með veirunni.
Ný þjóðarsátt á nýju ári?
Stór hluti verkalýðshreyfingarinnar virðist því miður í litlu sambandi við hinn efnahagslega raunveruleika, sem við blasir. Þannig hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í nóvember, m.a. með vísan til mikilla launahækkana, sem stuðluðu að verðbólgu. Viðbrögð forystu ASÍ voru að boða meiri hörku í næstu kjaraviðræðum og meiri launahækkanir!