Körfubolti

Finnar henta okkur ágætlega

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir því finnska í Helsinki í dag og þarf sigur til að komast í milliriðla í undankeppni HM 2019. Fyrirliði íslenska liðsins segir leikstíl Íslands og Finnlands ekki ósvipaðan.

Körfubolti

Lele Hardy aftur á Ásvelli

Hin bandaríska Lele Hardy hefur samið við Íslandsmeistara Hauka um að spila með liðinu á næsta tímabili í Domino's deild kvenna. Félagið greindi frá þessu í gær.

Körfubolti

Finnst við vera með betra lið

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Búlgaríu, 88-86, í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær. Íslendingar þurfa að vinna sterkt lið Finna í Helsinki á mánudaginn til að komast í milliriðla.

Körfubolti

Aftur grátlegt tap á móti Búlgörum og vonin mjög veik

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er í vondum málum í sínum riðli í undankeppni HM eftir tveggja stiga tap í útileik á móti Búlgaríu í æsispennandi leik í dag. Búlgarir unnu með tveimur stigum í kvöld, 88-86, og unnu fyrri leikinn í Laugardalshöllinni með þremur stigum, 77-74.

Körfubolti

Harden valinn bestur í NBA og þessir fengu hin verðlaunin

James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest.

Körfubolti