Leikjavísir Mobile connect á Íslandi Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt. Leikjavísir 8.9.2005 00:01 Skjálfti 3 2005 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Leikjavísir 6.9.2005 00:01 PSP Innrásin Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vor, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. Leikjavísir 2.9.2005 00:01 PSP komin á markaðinn Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi. Leikjavísir 1.9.2005 00:01 BF2 umfjöllun Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition). Leikjavísir 29.8.2005 00:01 Kvikmynd um Splinter cell? Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Leikjavísir 28.8.2005 00:01 Destroy all Humans Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni. Leikjavísir 28.8.2005 00:01 Viðtal við Icegaming klanið Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á World Tour Stop í Sheffield á Bretlandseyjum í september næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins. Leikjavísir 25.8.2005 00:01 Ryu Ga Gotoku tilkynntur formlega Þeir sem áttu Dreamcast tölvuna sálugu frá Sega ættu að þekkja til leiksins Shenmue sem er talinn dýrasti leikur sögunnar. Í þeim leik var allt gert til að búa til lifandi heim með sterkum söguþræði og heilsteyptum karakterum. Leikjavísir 24.8.2005 00:01 Halo færir sig upp á silfurtjaldið Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Leikjavísir 24.8.2005 00:01 Fullt af leikjum á útgáfudegi PSP Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikjavísir 17.8.2005 00:01 Nintendo DS lækkar í Bandaríkjunum Nintendo hafa ákveðið að lækka verðið á Nintendo DS leikjavélinni um 20 dollara í Bandaríkjunum 21. Ágúst næstkomandi. Vélin mun þá kosta 129.99 dollara (rúmar 8.000 krónur) og kemur lækkunin í tíma fyrir útgáfu á Nintendogs sem er nýjasta æðið í Japan. Ekki er komið á hreint hvort lækkun er að vænta á næstunni í Evrópu en GEIM mun fylgjast með þeirri þróun. Nintendo DS hefur setið á toppnum á öllum sölulistum í Japan síðustu fjóra mánuði. Leikjavísir 16.8.2005 00:01 Sanctuary kynnir 5 titla fyrir PSP Sanctuary Visual Entertainment hafa tilkynnt um fimm titla sem fyrirtækið mun gefa út fyrir Sony PSP vélina sem kemur á markað í Evrópu 01. september næstkomandi. Leikjavísir 12.8.2005 00:01 Kaldara kaffi er komið út Eins og allir ættu að vita hafa Rockstar Games svo sannarlega verið í vandræðum undanfarið eftir að Hot Coffe kóðinn kom í ljós og leysti úr læðingi falda kynlífsleiki í GTA San Andreas. Nú hafa Rockstar séð að sér og gefið út "plástur" til að hreinsa öll PC eintök af leiknum. Leikjavísir 9.8.2005 00:01 Big Mutha Truckers 2 Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist. Leikjavísir 9.8.2005 00:01 Pokémon Emerald kemur í október Nú er kominn útgáfudagur fyrir Pokémon Emerald fyrir Game Boy Advance í Evrópu. Pokémon sjúklingar ættu að merkja 21. október í dagatalið sitt því þá lendir Emerald í Evrópu í hinni gríðarlega vinsælu Pokémon seríu. Leikjavísir 9.8.2005 00:01 Manager 2006 Staðfestar nýjungar Sports Interactive og SEGA hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi þær nýjungar sem staðfestar eru í Football Manager 2006 á PC/Mac. Gaurarnir hjá Sports Interactive hafa unnið hörðum höndum að því að gera þessa næstu útgáfu sem besta. Leikjavísir 9.8.2005 00:01 Conflict skiptir um nafn Nýjasti leikurinn í hinni vinsælu skotleikjaseríu Conflict hefur nú skipt um nafn en upphaflega átti næsti leikur að heita Conflict: Global Terror. Eidos hafa endurskýrt leikinn Conflict: Global Storm og mun hann koma á markað 30. september á PS2, Xbox og PC. Leikjavísir 5.8.2005 00:01 Ridge Racer 6 verður að netleik Upplýsingar um Ridge Racer 6 fyrir Xbox360 hafa nú borist frá framleiðanda leiksins Namco. Ridge Racer er gamall í hettunni í kappakstursleikja geiranum en í fyrsta sinn mun leikurinn verða fjöldaspilunarhæfur fyrir leikjatölvu. Með Xbox Live munu spilarar keppa á móti hvorum öðrum yfir netið, niðurhala nýjum tólum og tækjum. Leikjavísir 5.8.2005 00:01 Rallíleikir tilbúnir fyrir PSP Codemasters hafa tilkynnt að Colin McRae Rally 2005 Plus og TOCA Race Driver 2 verði tilbúnir fyrir útgáfu á PSP vélinni frá Sony fyrsta september 2005. Leikirnir eru mjög heitir kappakstursleikir og því góð viðbót fyrir vélina. Leikjavísir 4.8.2005 00:01 Nokia með nýja útgáfu af N-Gage Nokia risinn hefur tilkynnt um silfur útgáfu á N-Gage leikjasímanum sínum fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríkumarkað. Risinn mun halda áfram að styðja við leikjasímann með frekari útgáfu á titlum eins og One, System Rush, Pathway to Glory, Ikusa Islands og High Seize. Leikjavísir 3.8.2005 00:01 Boiling Point: Road To Hell Það eru ekki margir leikir sem blanda saman fyrsta persónu skotleik við hlutverka leiki, en Boiling Point: Road to Hell nær þeim leikjaranda ansi vel. Þegar ég las fyrst um leikinn þá fékk ég dágóðann áhuga á honum, og varð ekki fyrir vonbrigðum með hugmyndina. Hinnsvegar eru villurnar of margar í honum fyrir minn smekk, og verð ég að segja að partur af leiknum hverfur úr sviðsljósinu útaf þessum villum. Leikjavísir 2.8.2005 00:01 Vandræðin virðast aldrei hætta Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikjavísir 1.8.2005 00:01 Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Leikjavísir 28.7.2005 00:01 Batman Begins Ég var ekki alveg viss hverju átti að búast við þegar ég ræsti Gamecube vélina mína með nýja Batman Begins leiknum. Í gegnum tíðina hafa leikir sem eru byggðir á kvikmyndum yfirleitt ekki staðið undir væntingum og í mörgum tilfella verið alveg hrikalega lélegir. Spurningin er bara hvort Batman Begins sé einn af þeim leikjum. Leikjavísir 25.7.2005 00:01 BF2: Special Forces tilkynntur Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Leikjavísir 25.7.2005 00:01 Microsoft kynnir útgáfu Xbox 360 Leikjarisinn Microsoft er nú að kynna væntanlega útgáfu fyrir Xbox 360 á Xbox Summit 2005 í Tokyo, Japan. Yfir 50 Japönsk útgáfufyrirtæki hafa tilkynnt að þau muni framleiða fyrir vélina sem mun koma á markað í enda árs samtímis í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Leikjavísir 25.7.2005 00:01 Madagascar Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar. Leikjavísir 23.7.2005 00:01 Rockstar eru sekir Hot Coffee hneykslið hefur náð suðupunkti nú þegar allur vafi hefur verið fjarlægður varðandi það hver ber ábyrgð á kynlífsleikjunum sem uppgötvuðust í GTA: San Andreas. Þetta mál hefur vakið gífurlegt umtal í Bandaríkjunum, enda hafa GTA leikirnir alltaf valdið miklum deilum. Leikjavísir 21.7.2005 00:01 Geist kemur loksins út á GameCube Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins n-Space loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikjavísir 18.7.2005 00:01 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 … 58 ›
Mobile connect á Íslandi Á heimasíðu Ogvodafone er greint frá nýrri og spennandi þjónustuleið fyrirtækisins í fjarskiptum. Vodafone kynnir nú Mobile Connect þjónustu sína á Íslandi núna í September og hleypir svo af stað í beinu framhaldi Blackberry þjónustu í október sem farið hefur sigurför um heiminn. Nú þegar eru 3,5 milljónir notanda að Blackberry og eykst sú tala sífellt. Leikjavísir 8.9.2005 00:01
Skjálfti 3 2005 Seinustu helgi, 2-4 september var haldinn Skjálfti 3 leikjamót Símans og Opinna kerfa í íþróttahúsinu við Digranesskóla í Kópavogi. Ákveðið var að senda útsendara GEIM á vettvang á sunnudeginum sem og seinasta keppnisdegi til að athuga með eftirskjálfta mótsins. Leikjavísir 6.9.2005 00:01
PSP Innrásin Fyrirbærið Playstation Portable frá Sony er lent á klakanum. 2000 litlir svartir ferkantaðir hlutir á stærð við sjónvarpsfjarstýringu eru meðal Íslendinga akkúrat núna! Hugsanlega eru fleiri svona tæki í fórum túrista en það er á huldu að svo stöddu! Á næstu misserum munu þessi tól vera á faraldsfæti meðal vor, sérstaklega á svonefndum heitum reitum. Leikjavísir 2.9.2005 00:01
PSP komin á markaðinn Það er stór dagur í dag í Evrópu fyrir Sony því nýja PSP er komin á markaðinn og því einnig á Íslandi. Útsöluverð er í kringum 21.999 – 23.999 og sökum hversu mikil eftirspurn er á vélunum eru aðeins um 2000 vélar í sölu í dag á Íslandi. Leikjavísir 1.9.2005 00:01
BF2 umfjöllun Nýlega kom út þriðji leikurinn í Battlefield seríunni, Battlefield 2, og er maður dreginn til Mið Austurlanda og Kína til að berjast þar upp á líf og dauða. Í þetta skiptið ertu klæddur upp sem hermaður framtíðarinnar, árið 2010, sem Bandarískur Landgöngu-liði eða hermaður hjá Kínversku PLA(Peoples Liberation Army) eða MEC (Middle Eastern Coalition). Leikjavísir 29.8.2005 00:01
Kvikmynd um Splinter cell? Í fréttatilkynningu frá Dreamworks kvikmyndaverinu er sagt frá að þeir séu stutt frá því að eignast kvikmyndaréttinn af tölvuleikjum Tom Clancy um Splinter cell. Munu Dreamworks tefla fram David Pyne(The Manchurian candidate) sem leikstjóraefni fyrir komandi kvikmynd um Sam Fisher og leyniaðgerðir hans með Third Echelon í háspennu, hátæknivæddum ævintýrum hans. Leikjavísir 28.8.2005 00:01
Destroy all Humans Þegar ég heyrði fyrst um Destroy all humans þá brosti ég aðeins, svo fékk ég leikinn í hendurnar og byrjaði að brosa meira. Á endanum var ég byrjaður að skellihlæja. Það myndast brosviprur einfaldlega þegar ég hugsa til leiksins. Í Destroy all humans leikur þú Cryptosporidum 137 frá plánetunni Furon sem er sentur til jarðar til þess að bjarga Cryptosporidum 136 og fá þér nokkra safaríka heila í leiðinni. Leikjavísir 28.8.2005 00:01
Viðtal við Icegaming klanið Icegaming klanið hefur verið boðið að keppa á World Tour Stop í Sheffield á Bretlandseyjum í september næstkomandi. GEIM sló á þráðinn í talsmann Icegaming, Þórð Þorsteinsson og fræddist aðeins um starfsemi klansins. Leikjavísir 25.8.2005 00:01
Ryu Ga Gotoku tilkynntur formlega Þeir sem áttu Dreamcast tölvuna sálugu frá Sega ættu að þekkja til leiksins Shenmue sem er talinn dýrasti leikur sögunnar. Í þeim leik var allt gert til að búa til lifandi heim með sterkum söguþræði og heilsteyptum karakterum. Leikjavísir 24.8.2005 00:01
Halo færir sig upp á silfurtjaldið Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Leikjavísir 24.8.2005 00:01
Fullt af leikjum á útgáfudegi PSP Sama dag og PSP leikjatölvan kemur út hér á landi þann fyrsta September næstkomandi, kemur út fjöldi leikja frá hinum ýmsu framleiðendum. Sjaldan eða aldrei hefur útgáfa verið jafn öflug í upphafi nokkurrar tölvu og PSP, þannig að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Leikjavísir 17.8.2005 00:01
Nintendo DS lækkar í Bandaríkjunum Nintendo hafa ákveðið að lækka verðið á Nintendo DS leikjavélinni um 20 dollara í Bandaríkjunum 21. Ágúst næstkomandi. Vélin mun þá kosta 129.99 dollara (rúmar 8.000 krónur) og kemur lækkunin í tíma fyrir útgáfu á Nintendogs sem er nýjasta æðið í Japan. Ekki er komið á hreint hvort lækkun er að vænta á næstunni í Evrópu en GEIM mun fylgjast með þeirri þróun. Nintendo DS hefur setið á toppnum á öllum sölulistum í Japan síðustu fjóra mánuði. Leikjavísir 16.8.2005 00:01
Sanctuary kynnir 5 titla fyrir PSP Sanctuary Visual Entertainment hafa tilkynnt um fimm titla sem fyrirtækið mun gefa út fyrir Sony PSP vélina sem kemur á markað í Evrópu 01. september næstkomandi. Leikjavísir 12.8.2005 00:01
Kaldara kaffi er komið út Eins og allir ættu að vita hafa Rockstar Games svo sannarlega verið í vandræðum undanfarið eftir að Hot Coffe kóðinn kom í ljós og leysti úr læðingi falda kynlífsleiki í GTA San Andreas. Nú hafa Rockstar séð að sér og gefið út "plástur" til að hreinsa öll PC eintök af leiknum. Leikjavísir 9.8.2005 00:01
Big Mutha Truckers 2 Truck me Harder er eins og titillinn bendir til, framhaldsleikur Big Mutha Truckers. Núna höldum við áfram að fylgja Jackson fjölskyldunni í gegnum öll hennar ævintýri. Ættmóðirin sjálf hefur verið handtekinn fyrir skattsvik, og nú þurfa börnin hennar að finna leið til að múta kviðdómendunum svo Ma Jackson sleppi við fangelsisvist. Leikjavísir 9.8.2005 00:01
Pokémon Emerald kemur í október Nú er kominn útgáfudagur fyrir Pokémon Emerald fyrir Game Boy Advance í Evrópu. Pokémon sjúklingar ættu að merkja 21. október í dagatalið sitt því þá lendir Emerald í Evrópu í hinni gríðarlega vinsælu Pokémon seríu. Leikjavísir 9.8.2005 00:01
Manager 2006 Staðfestar nýjungar Sports Interactive og SEGA hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu varðandi þær nýjungar sem staðfestar eru í Football Manager 2006 á PC/Mac. Gaurarnir hjá Sports Interactive hafa unnið hörðum höndum að því að gera þessa næstu útgáfu sem besta. Leikjavísir 9.8.2005 00:01
Conflict skiptir um nafn Nýjasti leikurinn í hinni vinsælu skotleikjaseríu Conflict hefur nú skipt um nafn en upphaflega átti næsti leikur að heita Conflict: Global Terror. Eidos hafa endurskýrt leikinn Conflict: Global Storm og mun hann koma á markað 30. september á PS2, Xbox og PC. Leikjavísir 5.8.2005 00:01
Ridge Racer 6 verður að netleik Upplýsingar um Ridge Racer 6 fyrir Xbox360 hafa nú borist frá framleiðanda leiksins Namco. Ridge Racer er gamall í hettunni í kappakstursleikja geiranum en í fyrsta sinn mun leikurinn verða fjöldaspilunarhæfur fyrir leikjatölvu. Með Xbox Live munu spilarar keppa á móti hvorum öðrum yfir netið, niðurhala nýjum tólum og tækjum. Leikjavísir 5.8.2005 00:01
Rallíleikir tilbúnir fyrir PSP Codemasters hafa tilkynnt að Colin McRae Rally 2005 Plus og TOCA Race Driver 2 verði tilbúnir fyrir útgáfu á PSP vélinni frá Sony fyrsta september 2005. Leikirnir eru mjög heitir kappakstursleikir og því góð viðbót fyrir vélina. Leikjavísir 4.8.2005 00:01
Nokia með nýja útgáfu af N-Gage Nokia risinn hefur tilkynnt um silfur útgáfu á N-Gage leikjasímanum sínum fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríkumarkað. Risinn mun halda áfram að styðja við leikjasímann með frekari útgáfu á titlum eins og One, System Rush, Pathway to Glory, Ikusa Islands og High Seize. Leikjavísir 3.8.2005 00:01
Boiling Point: Road To Hell Það eru ekki margir leikir sem blanda saman fyrsta persónu skotleik við hlutverka leiki, en Boiling Point: Road to Hell nær þeim leikjaranda ansi vel. Þegar ég las fyrst um leikinn þá fékk ég dágóðann áhuga á honum, og varð ekki fyrir vonbrigðum með hugmyndina. Hinnsvegar eru villurnar of margar í honum fyrir minn smekk, og verð ég að segja að partur af leiknum hverfur úr sviðsljósinu útaf þessum villum. Leikjavísir 2.8.2005 00:01
Vandræðin virðast aldrei hætta Það sem byrjaði með Hot Coffee hneykslinu virðist engan enda ætla að taka. Leikur sem Rockstar Games eru að vinna að þarf núna að sæta hörðum árásum frá Bullying Online, vegna þess að hann er sagður ýta undir einelti í skólum. Leikjavísir 1.8.2005 00:01
Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Leikjavísir 28.7.2005 00:01
Batman Begins Ég var ekki alveg viss hverju átti að búast við þegar ég ræsti Gamecube vélina mína með nýja Batman Begins leiknum. Í gegnum tíðina hafa leikir sem eru byggðir á kvikmyndum yfirleitt ekki staðið undir væntingum og í mörgum tilfella verið alveg hrikalega lélegir. Spurningin er bara hvort Batman Begins sé einn af þeim leikjum. Leikjavísir 25.7.2005 00:01
BF2: Special Forces tilkynntur Gerið ykkur klár fyrir miskunarlaust stríð með sérsveitum. Electronic Arts (NASDAQ: ERTS) og Digital Illusions tilkynntu í dag að þeir hefðu byrjað vinnu við aukapakka fyrir verðlauna leikinn Battlefield 2 á PC. Leikurinn byggir á grafíkvélinni í Battlefield 2. Battlefield 2: Special Forces gefur leikmönnum sömu spennu og hasar og fyrri leikir, nema nú er áherslan lögð á sérveitir. Leikjavísir 25.7.2005 00:01
Microsoft kynnir útgáfu Xbox 360 Leikjarisinn Microsoft er nú að kynna væntanlega útgáfu fyrir Xbox 360 á Xbox Summit 2005 í Tokyo, Japan. Yfir 50 Japönsk útgáfufyrirtæki hafa tilkynnt að þau muni framleiða fyrir vélina sem mun koma á markað í enda árs samtímis í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Leikjavísir 25.7.2005 00:01
Madagascar Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar. Leikjavísir 23.7.2005 00:01
Rockstar eru sekir Hot Coffee hneykslið hefur náð suðupunkti nú þegar allur vafi hefur verið fjarlægður varðandi það hver ber ábyrgð á kynlífsleikjunum sem uppgötvuðust í GTA: San Andreas. Þetta mál hefur vakið gífurlegt umtal í Bandaríkjunum, enda hafa GTA leikirnir alltaf valdið miklum deilum. Leikjavísir 21.7.2005 00:01
Geist kemur loksins út á GameCube Draugaleikurinn Geist átti upprunalega að koma út haustið 2004, en líkt og Half Life 2, hefur hann þurft að þola sífelldar frestanir, og margir leikmenn hafa ekki verið sáttir. Núna hefur þróandi leiksins n-Space loksins gefið út fastan útgáfudag, og núna segjast þeir vera búnir að klára leikinn og honum verði ekki frestað lengur. Leikjavísir 18.7.2005 00:01