Lífið

Myndaveisla: Fréttastofan kvaddi Eddu

Fjölmiðladrottningin Edda Guðrún Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í gærkvöldi las hún fréttirnar í síðasta skipti og mætti fréttastofan að fagna þessum stóru tímamótum í hennar lífi með konfetti og kampavín við hönd. 

Lífið

Idol leitar að stjörnu á Egilsstöðum í dag

Framleiðendur Idolsins eru á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Næsta stopp eru Egilsstaðir þar sem prufur fara fram í dag klukkan 13:00 í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, Egilsstaðaskóla.

Lífið

Heche sögð liggja bana­leguna

Fjölskylda leikonunnar Anne Heche hefur tilkynnt að ekki sé búist við því að hún lifi eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir viku síðan.

Lífið

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið

Hvernig börnin fengu hlutverkin sín í Stranger Things

Netflix þættirnir Stranger Things fóru í loftið árið 2016 en áður en þeir slógu í gegn voru aðalleikarar þáttanna börn sem voru valin úr fjölda umsækjenda í þetta stóra ævintýri. Carmen Cuba er konan á bak við leikaravalið og fer hún yfir ferlið við það að velja tilvonandi stjörnurnar í viðtali hjá Vanity Fair.

Lífið

Hljómsveitin Wilco á leið til landsins

Hljómsveitin Wilco er á leiðinni til landsins og mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum hér á landi. Ekki er um staka tónleika að ræða heldur fara þeir fram þrjú kvöld í röð í Hörpu: Sjötta, sjöunda og áttunda apríl á næsta ári og eingöngu er hægt að kaupa passa fyrir alla þrjá tónleikana.

Lífið

„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“

Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð.

Lífið

Þrír hönnuðir, eitt eldhús

Hönnuðirnir Noz Nozawa, Darren Jett og Joy Moyler fengu það hlutverk frá Architectural Digest að hanna sama eldhúsið, öll á sinn hátt. Allir hönnuðirnir voru sammála um það að fríska þyrfti upp á rýmið en voru þó með ólíkar hugmyndir um hvernig væri best að gera það.

Lífið

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið

Ástfangin á rauða dreglinum

Baltas­ar Kormákur og listakonan Sunn­eva Ása Weiss­happ­el voru glæsileg á rauða dreglinum við heimsfrumsýningu nýjustu myndar Baltasars sem ber heitið Beast. Idris Elba lét sig ekki vanta á svæðið en hann fer með aðalhlutverk myndarinnar. 

Lífið

Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti

Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 

Lífið

Enginn Tvíhöfði í haust

Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna.

Lífið

Bréf John Lennons til Paul McCartney á uppboði

Bréf John Lennons til Paul McCartney sem skrifað var árið 1971 er nú á uppboði. Bréfið er þrjár blaðsíður að lengd og í því stendur meðal annars: „Ég hélt að þú værir búinn að ná því á þessum tímapunkti að ég er JOHNOGYOKO.“

Lífið

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS

Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“

Lífið

Idol leitar að stjörnu á Ísafirði í dag

Framleiðendur Idolsins eru á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Fyrsta stopp er Ísafjörður þar sem prufur fara fram í dag klukkan 13 í Tónlistarskóla Ísafjarðar. 

Lífið

Kanye West greindi frá dauða Davidson

Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“

Lífið

Lars von Tri­er með Parkin­son

Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hefur greinst með Parkinson. Leikstjórinn umdeildi hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en myndir hans hafa sjö sinnum verið valdar besta myndin á dönsku Bodil-verðlaununum.

Lífið

Olivia Newton-John er látin

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.

Lífið

Britney Spears sár út í barnsföður sinn Kevin Federline

Fyrrum eiginmaður og barnsfaðir Britney Spears, Kevin Federline, segir föður Britney hafa bjargað lífi hennar þegar hann tók af henni sjálfræðið og segir syni þeirra ekki vilja hitta mömmu sína. Hann kennir meðal annars þeim myndum sem Britney kýs að deila á Instagram um þá ákvörðun.

Lífið

Roger E. Mosley látinn eftir bílslys

Bandaríski leikarinn Roger E. Mosley er látinn, 83 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þyrluflugmaðurinn Theodore „T.C.“ Calvin í þáttaröðinni Magnum P.I. þar sem hann fór með eitt aðalhlutverka við hlið Tom Selleck.

Lífið

Sýna villt dýr í skemmtilegu ljósi

Forsvarsmenn dýralífsljósmyndakeppninnar Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið fimmtán uppáhaldsmyndir dómnefndarinnar hingað til. Hinar kostulegu myndir voru teknar víðsvegar um heiminn og sýna villt dýr í skemmtilegu ljósi.

Lífið

Stjörnulífið: Gleðigangan, gosið og grín

Gleðigangan fyllti samfélagsmiðla af ást, gleði og fjölbreytileika um helgina. Gosið sýndi sínar bestu hliðar og virtust margir leggja leið sína að því þrátt fyrir orð Víðis um að æða ekki upp á fjall. Grínið var líka áberandi þar sem Ari Eldjárn fór aftur af stað með uppistandið sitt í Edinborg og einnig fjölgaði í grínistum landsins.  

Lífið

Rödd Línunnar og Pingu látin

Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil.

Lífið