Lífið

Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars

„Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík.

Lífið

Hefur safnað 20 milljónum með söfnun dósa við vegi

Áttatíu og átta ára bóndi í Rangárvallasýslu hefur safnað 20 milljónum króna á síðustu sautján árum með því að safna dósum með fram vegum. Peningana hefur hann gefið til íþróttafélagsins í sveitinni, svo börnin geti æft íþróttir frítt.

Lífið

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Lífið

Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“

Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er.

Lífið

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið

Ætti ekki að vera feimnis­mál að hjón leiti sér að­stoðar

Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri.

Lífið

Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“

Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin.

Lífið

Jennifer Lawrence er orðin mamma

Stórleikkonan Jennifer Lawrence er orðin mamma en hún var að eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Cooke Maroney. Þau eru búin að vera saman síðan 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019. 

Lífið

Byrjaði aftur með fyrrverandi eftir einangrun

Ben Stiller og fyrrverandi eiginkona hans Christine Taylor hafa tekið aftur saman eftir að þau einangruðu sig vegna heimsfaraldursins. Þau tóku þá ákvörðun um að flytja inn saman til þess að Ben gæti einnig verið með börnunum í heimsfaraldrinum. 

Lífið

Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur

„Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri.

Lífið

Passenger væntanlegur til Íslands

Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans.

Lífið

Möguleikar ljóðsins eru endalausir

Stuttungur er nýstárlegri ljóðahátið sem haldin verður í annað skiptið á morgun, fimmtudag og fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin leggur áherslu á að skapa framsækinn vettvang fyrir tilraunakennda ljóðastarfsemi af ýmsu tagi. Ásta Fanney Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og bíður alla velkomna. 

Lífið

Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 

Lífið