Lífið

Egill og Gurrý eiga von á sínu öðru barni

„Stefnir í að 2021 verði veisla. Eva Malen er að ofpeppast hérna heima en hún er að fara að fá lítinn bróðir í maí. Gleðileg jól allir vona þið hafið það frábært,“ skrifar einkaþjálfarinn og fjölmiðlamaðurinn Egill Einarsson í færslu á Instagram sem hann birti á aðfangadagskvöld.

Lífið

Þjóðin bregst við komu bóluefnisins

Íslensk heilbrigðisyfirvöld tóku á móti fyrstu skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech á ellefta tímanum í morgun við hátíðlega athöfn þar sem þakkarræður voru fluttar og blómvendir afhentir.

Lífið

Dularfull skilaboð á auglýsingaskiltum bæjarins

Listamaðurinn CozYboy opnaði í gær sýninguna Becoming Richard á 287 auglýsingaskjám sem eru á strætóskýlum og risa LED skiltum við fjölförnustu gatnamót á á höfuðborgarsvæðinu. CozYboy gefur ekki upp raunverulegt nafn sitt en á auglýsingaskiltunum má sjá ýmiskonar skilaboð sem hafa vakið athygli vegfarenda.

Lífið

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.

Lífið

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 

Lífið

Drottningin bregður út af vananum í ár

Jóladagur verður með öðruvísi móti í ár hjá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem mun eyða honum í Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum Filippusi. Yfirleitt hafa hjónin haldið upp á jóladag í Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni.

Lífið

Skoska fyrirsætan Stella Tennant látin

Skoska fyrirsætan Stella Tennant er látin fimmtug að aldri. Fjölskylda hennar staðfestir andlátið í tilkynningu. „Stella var yndisleg kona og mikill innblástur fyrir okkur öll. Hennar verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni. Hún hafi látist í gær og andlát hennar borið brátt að.

Lífið

Rosalegt kvikmyndaár framundan

Árið 2021 verður risastórt í kvikmyndabransanum um heim allan en í raun varð að færa allar frumsýningar ársins 2020 yfir á næsta ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum.

Lífið

Sigldu í jóla­tré og sendu Gæslunni kveðju

Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim heldur jólaleg sjón. Ferillinn myndaði jólatré úti á Ísafjarðardjúpi, enda stutt í hátíðirnar.

Lífið

„Vendu þig af því að henda öllu inn í geymslu til að flýja draslið“

„Geymsurýmið er líklega það rými sem oftast er óskipulagt á heimilum og það er auðvelt að flýja draslið með því að setja það inn í geymslu. Aftur á móti borgar það sig að dótið í geymslunni þvælist ekki fyrir manni og hægt sé að ganga að hlutunum vísum,“ segir Sólrún Diego höfundur bókanna Skipulag og Heima.

Lífið