Lífið

Fór í sérútbúnum hjólastól að gosinu

Dagur Steinn Elfu Ómarsson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem lagt hefur leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall síðustu vikur. Hann notar sérútbúinn hjólastól og fékk því lánaðan sérstakan stól fyrir þessa skemmtilegu ferð. 

Lífið

Hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.

Lífið

Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest

Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum.

Lífið

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið

„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi.

Lífið

Smit greindist í pólska hópnum

Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður.

Lífið

Langar ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði ekki fætt á spítala

„Myndin verður skökk því það er enginn að deila myndum af gyllinæðum eða grátköstum, kannski ekki beint eftirspurn eftir þeim heldur. Þetta er svona ástand sem fólk bara hjakkast í gegnum og vill heldur ekki gera mikið úr eða væla yfir því maður er svo meðvitaður um að margir hafi það verr og mikið verr,“ segir Edda Sif Pálssdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál.

Lífið

Hannes henti öllu drasli og bjó sér til bíósal

„Þetta var geymsla þegar ég kaupi og það var bara sett teppi á gólfið, málað svart og keyptur einn og einn stóll úr Húsgagnahöllinni,“ segir stjörnufasteignasalinn Hannes Steindórsson en Sindri Sindrason leit við hjá honum í síðasta Heimsóknarþætti.

Lífið

Hugleikur og Karen nýtt par

Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem eru nýtt par. Hugleikur er einn vinsælasti listamaður landsins og einnig vinsæll uppistandari.

Lífið

Sótti sjaldséð þrjú íslensk stig á Parken

Einar Bárðarson, oft titlaður umboðsmaður Íslands, stendur á tímamótum. Tuttugu ár eru liðin síðan hann vaknaði á hóteli í Kaupmannahöfn og verkefni dagsins var ekki spennandi. Lag hans Angel hafði hafnað í næst seinasta sæti í Eurovision, uppskorið þrjú stig, og Einar vaknaður fyrir allar aldir.

Lífið

Vinamótin fá sýningardag

Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi.

Lífið