
Lífið

Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi
Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína.

Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar.

VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision
VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð
Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni.

Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“
Alec Baldwin greindist með áfallastreituröskun eftir að hafa óvart orðið kvikmyndatökustjóri Halynu Hutchins að bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Baldwin var ákærður fyrir manndráp af gáleysi en málinu var vísað frá.

Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra
Hermann Austmar á dóttur í sjöunda bekk í Breiðholtsskóla þar sem hann segir hóp drengja hafa áreitt aðra nemendur bæði andlega og líkamlega.

„Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“
„Á sjálfsástarferðalagi mínu hafði ég lært að elska og samþykkja líkama minn en eftir meðgönguna þekkti ég mig varla þegar ég leit í spegil. Meðgangan tók sinn toll á líkamann minn,“ skrifar Íris Svava Pálmadóttir, þroskaþjálfi og talskona jákvæðrar líkamsímyndar, í einlægri færslu á Instagram-síðu sinni.

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum
Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum
Það seldist upp á tónleika bandarísku söngkonunnar Noruh Jones á nokkrum mínútum, samkvæmt tilkynningu frá Guðbjarti Finnbjörnssyni tónleikahaldara.

Bryan Adams seldi upp á hálftíma
Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On
Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Laufey ein af konum ársins hjá Time
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond
Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Draumurinn rættist að syngja með Bubba
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér.

Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn
Konudagurinn, fyrsti dagur Góu, er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra konur landsins með fallegum blómvendi eða öðrum gjöfum. Hér fyrir neðan fá finna fjölbreyttar hugmyndir um gjafir og samveru fyrir konudaginn.

Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn
Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið.

Stórfjölskyldan setur húsið á sölu
Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson, fimm barna foreldrar, hafa sett raðhús sitt við Grænlandsleið í Reykjavík á sölu. Parið komst fyrst í fréttirnar árið 2023 þegar þau voru eitt af þremur pörum sem eignuðust þríbura í sömu vikunni.

Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð
Konudeginum fylgir falleg hefð að gleðja sína bestu konu og Vísir ætlar að leggja sitt af mörkum með skemmtilegum konudagsleik.

Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið
Garpur Ingason Elísabetarson fór fyrir Ísland í dag og kannaði aðstæður í íshellunum í Breiðamerkurjökli, sem eru óumdeilanlega fallegir, en hvernig er öryggi ferðamanna tryggt á jöklunum eftir atburði síðasta sumars þegar ísbrú hrundi yfir ferðamenn á jöklinum?

Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum
„Viðbrögðin hafa verið frábær! Sýningin kallar fram undrun, hlátur og oft umræðu um hvernig við skynjum veruleikann. Krakkar og fullorðnir hafa bæði gaman af því að prófa sig áfram og uppgötva hvernig litir, form og ljós geta breytt upplifun okkar á heiminum.“ segir Þórunn Birna Úlfarsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Smáralind um sýninguna Sjónarspil sem sett hefur verið upp í verslunarmiðstöðinni.

María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir
Hjónin María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fjárfestu í fallegu tæplega hundrað ára parhúsi við Hringbraut árið 2022.

Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu
Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

„Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“
Gaflaraleikhúsið og Geðhjálp eru í skemmtilegu samstarfi þessa dagana sem snýr að því að finna fyndnasta hlátur Íslands. Landsmenn eru hvattir til að senda inn myndband af þeim sem þeim finnst búa yfir fyndnasta hlátrinum en sigurvegari fær gjafabréf á sýninguna Tóm hamingja sem leikhópurinn sýnir við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu.

„Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“
„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri, sem kallar sig Jón Jónsson, stefnir að því að opna fyrsta kynlífsklúbb landsins undir nafninu Aphrodite innan nokkurra vikna. Hann segir klúbbinn sérstaklega ætlaðan fólki í swing-senunni.

Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott?
Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott?

Addison Rae á Íslandi
Tónlistarkonan og samfélagsmiðlastjarnan Addison Rae er stödd á Íslandi.

Eva sýnir giftingahringinn
Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar.