Lífið

Milljónir fyrir Shilpu í Bretlandi

Bollywood stjarnan Shilpa Shetty varð sigurvegari Celebrity Big Brother í Bretlandi í gær þegar hún hlaut 63 prósent atkvæða í símaatkvæðagreiðslu. Shilpa, 31 árs, varð heimsfræg þegar hún varð fyrir kynþáttaníði bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody, en hún var rekin úr þáttunum í næstu atkvæðagreiðslu á eftir. Framleiðanda þáttanna, sjónvarpsstöðinni Channel 4, bárust 40 þúsund kvartanir vegna kynþáttaníðsins.

Lífið

Síðasta mynd Irwins sýnd í Ástralíu

Síðsta heimildarmynd Steve Irwins verður sýnd í dag í heimalandi hans Ástralíu. Myndin fylgir Irwin síðustu dagana fyrir dauða hans í September, þegar hann var stunginn til bana af stingskötu. Heimildarmyndin sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Channel 9 heitir "Sjávarins hættulegustu" og er kynnt af ekkju Irwins, Terri.

Lífið

Íslenskur brettagaur á sænskum topp 10 lista

Aftonbladet í samvinnu við jaðarsports ljósmyndara birti nýlega lista yfir topp tíu jaðarsports einstaklingana að þeirra mati. Í 6. sæti á listanum er snjóbretta-snillingurinn frá Akureyri, Eiríkur Helgason, eða bara Eiki. Eiki hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu þrjú árin og hefur stundað nám við íþróttalýðskóla þar sem snjóbretti eru aðalgrein hans.

Lífið

Borat kemst á valdalista GQ

Borat er númer 19 á lista karlatímaritsins GQ yfir valdamestu menn í Bretlandi. Eitt hundrað nöfn eru á listanum og kemur Borat næstur á eftir Vilhjálmi Bretaprins og tveimur sætum á eftir David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins. Tímaritið sagði um höfund Borats að eftir daga Johns Lennons hafi breskur skemmtikraftur ekki haft jafn mikil áhrif á heiminn og Baron Cohen.

Lífið

Kemur 23. mars

Leikjatölvan Playstation 3 verður gefin út í Evrópu 23. mars næstkomandi. Verð tölvunnar er 53 þúsund krónur en endanlegt verð hér á landi hefur ekki verið ákveðið.

Leikjavísir

Playstation 3 kemur 23. mars

Tæknifyrirtækið Sony tilkynnti á dögunum útgáfudag leikjatölvunnar Playstation 3 í Evrópu. Hún kemur út hinn 23. mars og mun kosta 599 evrur eða sem samsvarar um 53 þúsund krónum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Leikjavísir

Úrslitakeppni hafin í X-Factor

Úrslitakeppnin í X-Factor hefst í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á föstudagskvöldið kemur, 26. janúar. Þar hefur verið komið upp stærstu og tilkomumestu sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp og allt til reiðu svo keppnin geti hafist - stórkostleg sjónvarpsskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tónlist

Kynþáttaníð í Stóra Bróður bjargaði þættinum

Yfirmaður Stöðvar 4 í Bretlandi segir að nýjasta þáttaröð Big Brother hafi stefnt í að verða sú leiðinlegasta í sögu stöðvarinnar. Kevin Lygo einn yfirmanna Channel 4 sagði breska tímaritinu Broadcast Magazine að fordómafull ummæli bresku sjónvarpsstjörnunnar Jade Goody gegn Indversku Bollywood-stjörnunni Shilpa Shetty hafi bjargað þættinum frá leiðindum. Hann viðurkennir að hafa leitt hugann að því hvað hefði verið hægt að gera, áður en málið kom upp.

Lífið

Þú ert það sem þú hugsar

Þriðjudaginn 30.janúar heldur Guðjón Bergmann ókeypis kynningarfyrirlestur um námskeið sitt Þú ert það sem þú hugsar á Grand hótel Reykjavík.

Lífið

Hugi og Dolli fallast í faðma

„Þetta var rosalega góður sáttafundur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson sem hefur verið við tökur efnis fyrir stuðningsmannaklúbb íslenska handboltalandsliðsins úti í Þýskalandi.

Lífið

Stallone í kynlífsbann

Sylvester Stallone hefur upplýst leyndarmálið á bakvið dúndur hnefahögg og góða frammistöðu í nýjustu myndinni um Rocky Balboa, sem er sjötta og síðasta Rocky myndin. Stallone fór í kynlífsbindindi á meðan tökum myndarinnar stóð. Hann sagði: “Þegar þú ert sextugur hefurðu ekki eins mikla orku og þú hafðir þegar þú varst þrítugur.”

Lífið

Blint auga Akademíunnar

Martin Scorsese var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildismat Akademíunnar.

Bíó og sjónvarp

Brotnaði á snjóbretti

Jonny Quinn, trommari Snow Patrol, missir af væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Evrópu og Ástralíu vegna handleggsbrots.

Lífið

Enn eitt hneykslið fyrir Paris

Samkvæmisljónið Paris Hilton hefur verið afhjúpuð enn á ný, en afar persónulegir munir hótelerfingjans eru nú til sýnis á internetinu. Á þriðjudag opnaði vefsíðan ParisExposed.com, en þar er að finna dagbækur, myndir, heimavídeó, ástarbréf og hljóðrituð símtöl Parísar auk símanúmera ýmissa þekktra einstaklinga. Hlutirnir voru í geymsluhúsnæði í Los Angeles en voru settir á uppboð þegar sá sem skráður var fyrir geymslunni greiddi ekki reikninginn upp á tæpar 15 þúsund íslenskar krónur.

Lífið

Capone í útvarpsrekstur

„Það er ekkert komið á hreint, ekki ennþá,“ segir Búi Bendtsen, annar stjórnandi morgunþáttarins sáluga Capone. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru hann og Andri Freyr Viðarsson að skoða þann möguleika að stofna nýja útvarpsstöð.

Lífið

Cavern fimmtugur

The Cavern Club, klúbburinn þar sem Bítlarnir tróðu upp í upphafi ferils síns, hélt nýverið upp á fimmtugsafmæli sitt.

Tónlist

Eldað fyrir önnum kafna

Birta Ósk Gunnarsdóttir er önnum kafin kona. Hún hefur þó afskaplega gaman af að halda matarboð þegar tími vinnst til.

Lífið

Half the Perfect World - þrjár stjörnur

Ef Norah Jones væri ekki sjálf að gefa út plötu þessa dagana myndi ég hiklaust mæla með þessari dömu hér með erfiða nafnið, Madeleine Peyroux, til þess að fylla upp í skarðið.

Tónlist

Fjölbreytt sóknarfæri

Dr. Halldór Björn Runólfsson var nýlega skipaður í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París á síðasta ári og starfar sem lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Hann mun taka við starfinu, sem veitt er til fimm ára, þann 1. mars næstkomandi.

Menning

PS3 kemur til Evrópu 23. mars

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir

Foreldrar og börn

Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum.

Bíó og sjónvarp

Grísinn og kóngulóin

Barna- og fjölskyldummyndin Charlotte‘s Web verður frumsýnd í Sam-bíóunum annað kvöld. Myndin byggir á samnefndri og víðlesinni barnabók og fjallar um lítinn grís, Wilbur að nafni, sem ung stúlka bjargar frá slátrun og tekur að sér að býlinu sínu. Í hlöðunni kynnist Wilbur kóngulónni Charlotte sem tekur hann upp á sína arma.

Bíó og sjónvarp

Gyðingar og víkingar

Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael.

Bíó og sjónvarp

Ingibjörg Sólrún til sölu fyrir rétt verð

„Ingibjörg er verðugt viðfangsefni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu.

Menning

Í tilefni Myrkra músíkdaga

Framlag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Myrkra músíkdaga að þessu sinni er glæsilegir tónleikar þar sem kynnt verða fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld. Sveitin flytur, ásamt einleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau, verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Herbert H. Ágústsson, Erik Mogensen og Örlyg Benediktsson. Hljómsveitarstjóri er Roland Kluttig.

Tónlist

Jeff Who? með þrennu

Hlustendaverðlaun FM 957 voru afhent með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Hljómsveitin Jeff Who? var sigurvegari kvöldsins með þrenn verðlaun.

Tónlist

Kelly ekki í Playboy

Hugh Hefner, útgefandi Playboy, segist ekki hafa áhuga á að birta myndir af Kelly Osbourne í tímaritinu. „Ég sé það ekki gerast í framtíðinni. Við breytum myndunum okkar ekki nógu mikið til þess að það geti gerst,“ sagði hann.

Lífið

Með fíkjur í fyrirrúmi

Fíkjur geta verið ráðgátur fyrir leikmenn. Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veisluþjónustu þekkir þó leyndardóminn og gaf Fréttablaðinu góð ráð um notkun ávaxtanna. „Fíkjur eru í raun og veru ekki líkar neinum öðrum ávöxtum,“ segir Rúnar, sem borðar þær eins og epli. „Það þarf ekkert að fletta hýðinu af, bara bíta í.“

Lífið

Owen leikur Marlowe

Clive Owen, sem síðast lék í framtíðarmyndinni Children of Men, mun að öllum líkindum leika bandaríska rannsóknarlögreglumanninn Philip Marlowe í nýrri mynd.

Bíó og sjónvarp