Menning

Samleikurinn leikhús-Viagra

„Það er heiður að leika á móti svona reyndum leikara,“ segir Melkorka Óskarsdóttir. Hún hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í leikritinu Beast í London, sem frumsýnt var síðasta miðvikudag.

Menning

Frumflytur dansverk í Tókýó

Danslistakonan Ragnheiður Bjarnason frumflutti um helgina dansverkið Frosting í galleríinu XYZ collective í Tókýó. Frosting er lifandi innsetning þar sem dans, tónlist og myndlist mynda eitt listaverk. Ragnheiður Bjarnason er höfundur verksins, en hún bjó einnig til sviðsmynd og búninga, auk þess að dansa í verkinu. Belginn Benjamin Dousselaere sá um tónlistina.

Menning

Mary Poppins svífur á íslenskt svið í fyrsta skipti

„Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013.

Menning

Bastard á svið í kvöld

Leikritið Bastard – fjölskyldusaga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn.

Menning

Poppið fyrirferðarmeira en klassíkin í Hörpunni

Fleiri popp- og rokktónleikar hafa verið haldnir í Hörpunni en klassískir síðan húsið var opnað í maí í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hörpunni um þá tónleika sem þar hafa verið haldnir á fyrsta starfsári hennar.

Menning

Pósa nakin fyrir sýningu í Ósló

"Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er okkar upplifun af umhverfinu sem við erum í,“ segir ljósmyndarinn Jóhannes Kjartansson sem stendur að sýningunni You"reavision í Ósló ásamt kærustu sinni Hildi Hermannsdóttur og Ernu Einarsdóttur.

Menning

Glymskrattinn í leikhúskjallaranum

Dans-og tónleikaverkið Glymskrattinn var frumsýnt á miðvikudaginn í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir fullu húsi. Sýningin er í tengslum við Listahátíð í Reykjavík en Valdimar Jóhannesson tónlistarmaður og dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir eru höfundar verksins. Það má segja að Þjóðleikhúskjallaranum hafi verið breytt í dansvænan tónleikastað fyrir verkið og virtust áhorfendur hafa gaman af.

Menning

Utah út um hliðarrúðuna

Svavar Jónatansson er nýsnúinn heim eftir tíu daga ferðalag um Utah-ríki í Bandaríkjunum. Afraksturinn er um 55 þúsund ljósmyndir sem teknar voru út um hliðarrúðu bíls í akstri eftir saltsléttunum frægu. Árið 2007 hóf Svavar Jónatansson ljósmyndari að mynda Ísland út um hliðarrúður vöru- og fólksflutningabifreiða. Hann fór á annan tug hringja í kringum landið, sem skiluðu sér í Innland/Útland-Ísland; myndbandsverki sem kom út 2010 og samanstóð af 40 þúsund ljósmyndum og frumsaminni tónlist Daníels Ágústs Haraldssonar.

Menning

Sveinbjörg sýnir hjá Ófeigi

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur var opnuð formlega á laugardaginn hjá Ófeigi á Skólavörðustíg 5...

Menning

Gleðikabarett með samtímatvisti

"Við erum eiginlega að búa til tónleika og reynum um leið að varpa ljósi á sviðsframkomuna, eins og þekkt dansspor í poppkúltúrnum,“ útskýrir listdansarinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, en hún auk dansarans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, frumsýna nokkurskonar danstónleika í Þjóðleikhúskjallaranum næsta miðvikudagskvöld. Þeim til fulltingis eru tónlistarmaðurinn Valdimar Jóhannsson, leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir og stílistinn Ellen Loftsdóttir.

Menning

Facebook-samskipti í raunheimi

Halldóra Rut Baldursdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leiklistarnemar við Listaháskóla Íslands, vinna að lítilli, sjálfstæðri leiksýningu sem frumsýnd verður föstudaginn 25. maí á heimili Halldóru í Grjótaþorpinu. Sýningin nefnist Heim og er alfarið byggð á Facebook-færslum.

Menning

Lét gamlan draum rætast

Aldís Snorradóttir rekur Gallerí Þoku sem staðsett er í kjallara Hríms hönnunarhúss á Laugavegi. Aldís er nýflutt aftur heim frá Montreal þar sem hún lagði stund á nám í listasögu. "Vinkona mín opnaði Hrím fyrir skömmu og þar var rými í kjallaranum sem mér þótti tilvalið til að nýta undir sýningar enda er mikið af hæfileikaríku, ungu listafólki hér á landi og lítið um sýningarstaði. Við ákváðum því að kýla á þetta, taka rýmið í gegn og opna gallerí,“ segir Aldís. Það er listamaðurinn Magnús Helgason sem ríður á vaðið með sýninguna Guð fær greitt í dollurum sem verður opnuð á laugardag.

Menning

Söngleikur loks á Íslandi

Dansflokkurinn Shalala með Ernu Ómarsdóttur í fararbroddi og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstudaginn 8. júní. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu.

Menning

Hjólað í sínu fínasta pússi

Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi.

Menning

Með fyrsta skólaverkefnið sitt á Cannes-hátíðina

Jasmin Rexhepi, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands, er á leið með fyrsta skólaverkefni sitt á kvikmyndahátíðina í Cannes á miðvikudaginn næsta. Kvikmyndin á að gerast í Frakklandi en var tekin upp á heimili Jasmin í Reykjavík.

Menning

Á fimm þúsund aðdáendur

Myndasagnahöfundurinn Vignir Þór Þórhallsson, eða Flotti-Comics eins og hann kallar sig, er kominn með fimm þúsund aðdáendur á Facebook-síðu sína.

Menning

Harpa reis á hárréttum tíma

Áhrif tónlistarhússins Hörpu eru mikil og varanleg, segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir tónlistarstjóri. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við Steinunni Birnu af því tilefni að ár er síðan húsið var opnað. Tímamótunum verður fagnað með opnu húsi á morgun.

Menning

Mikil aðsókn á Skjaldborg

"Það er greinilegt að hátíðin er að festa sig í sessi,“ segir Tinna Ottesen, einn aðstandenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram dagana 25.-28. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem kvikmyndaáhugamenn flykkjast til Patreksfjarðar um hvítasunnuhelgina. Hátíðinni hefur borist metfjöldi umsókna í ár en dagskráin sjálf skýrist á næstu dögum. Tinna segist fagna auknum áhuga á heimildarmyndagerð á Íslandi.

Menning

Opnun í Ásmundarsafni

Frábært veður og stemning var í Ásmundarsafni við Sigtún þegar þar var opnuð sýningin Inn í kviku sem sýnir mörg af dramtískustu og erótískustu verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar...

Menning

Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum

"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt,“ segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú.

Menning

Hjaltalín semur fyrir þögla mynd

"Ég veit ekki alveg hversu mörg lög við þurfum að semja en þetta verður ansi stórt verk fyrir okkur,“ segir fagottleikarinn Rebekka Björnsdóttir meðlimur í sveitinni Hjaltalín sem hefur verið ráðin til að semja tónlistina fyrir myndina Days of Grey.

Menning

Einhjólsballet og trúðar

Fullorðinssirkúsinn Skinnsemi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardag með sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum. Trúðar, loftfimleikar og kinversk súlufimi eru á meðal þess sem sjá má á sýningunni.

Menning

Verðlaunamynd um einelti

Myndin Bully, sem á íslensku er kölluð Grimmd: sögur af einelti, verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn. Um er að ræða verðlaunaða heimildarmynd sem á erindi við alla og tekst á við ofbeldið sem einelti er og vandamálin sem það skapar í nútímasamfélagi.

Menning

Gleðibankinn í öllum partíum

Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.

Menning

Skilafrestur fer eftir svefni

"Það er slatti af myndasögum komnar inn nú þegar en skilafrestur rennur út þegar við vöknum á mánudagsmorguninn næstkomandi. Nánari tímasetning fer eftir hvað við ákveðum að sofa lengi," segir skopmyndateiknarinn Hugleikur Dagsson hjá bókaútgáfunni Ókeibæ, sem stendur fyrir myndasögukeppni.

Menning

Heldur íslenska menningarhátíð í Frakklandi

"Markmiðið er að fólk komi á hátíðina, uppgötvi eitthvað nýtt og kynnist íslenskri menningu og íslenskri list betur,“ segir Ari Allansson sem stendur fyrir íslensku menningarhátíðinni Air d‘Islande í Frakklandi.

Menning