Skoðun

Upp­lýsum ferða­menn

Sveinn Gauti Einarsson skrifar

Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.

Skoðun

Hve­nær er komið gott?

Yousef Ingi Tamimi skrifar

Árásirnar Ísraels á Palestínu hafa ekki farið framhjá neinum og eru þær það alvarlegar að stærstu hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna krefjast vopnahlés strax en Ísrael hlustar ekki. Undanfarin mánuð hefur Ísrael myrt yfir 10 þúsund Palestínumenn, þar af næstum helmingur eru börn. Ekkert bendir til þess að Ísrael ætli að láta af árásum sínum og framtíðin er svört fyrir þau 2.2 milljón Palestínumenn sem búa á Gaza. Markmið Ísraela virðist vera eitt og einfalt – útrýma Palestínu.

Skoðun

Hryllings­sögur um of­sóknir á hin­segin fólki

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Undanfarið höfum við, því miður, orðið vitni að bakslagi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, m.a.s. í okkar heimshluta. Í heiminum öllum telst mér svo til að í einu af hverjum þremur ríkjum teljist hinsegin sambönd enn vera glæpur lögum samkvæmt. Ástandið er mjög slæmt að þessu leyti víða í Afríku og í Mið-Austurlöndum, m.a. þar sem við störfum við þróunarsamvinnu. Hryllingssögur þaðan um ofsóknir á hinsegin fólki láta engan ósnortinn.

Skoðun

Auknar tekjur og val­frelsi í Ár­borg

Bragi Bjarnason skrifar

Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið.

Skoðun

Skrýtin upp­á­koma í Hæsta­rétti, rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ég lenti í dómsmáli sem ég rak sjálfur að miklu leyti. Þegar það var komið fyrir Hæstarétt fékk ég ábendingu um að ég gæti sótt um að málflutningur yrði skrifleg­ur sem ég gerði. Mér fannst Hæsti­rétt­ur taka á því máli á mjög sérkennilegan hátt.

Skoðun

Opið bréf til ríkis­stjórnarinnar! Að­gerðir núna

Hafdís Ólafsdóttir skrifar

Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum.

Skoðun

Ný­sköpunar­landið Ís­land?

Erna Magnúsdóttir og Karl Ægir Karlsson skrifa

Á fjárlögum 2024 er áætlaður niðurskurður um rúmlega milljarð í samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Innviðasjóð. Niðurskurður á Rannsóknasjóði einum og sér nemur tæpum hálfum milljarði, en það samsvarar ársverkum 70 doktorsnema.

Skoðun

Hlutaveikin

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa.

Skoðun

Greiðar og öruggar sam­göngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur.

Skoðun

Við krefjumst upp­sagnar Seðla­banka­stjóra!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa

Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur.

Skoðun

Ó­frjó­semi; veg­ferð von og von­brigða

Kristín Láretta Sighvatsdóttir skrifar

Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu.

Skoðun

Bjarni er nú meiri karlinn

Símon Vestarr skrifar

Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum.

Skoðun

Lokaprófastressið - Hvað er hægt að gera við námskvíða?

Sturla Brynjólfsson,Nína Björg Arnarsdóttir og Katrín Mjöll Halldórsdóttir skrifa

Nú nálgast lok annar í skólum landsins og það getur reynst mörgum kvíðavekjandi vegna komandi lokaprófa. Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða í þessum aðstæðum þar sem próf og verkefni eru hönnuð til þess að meta frammistöðu nemenda. Hæfilegur kvíði getur verið hvetjandi á meðan of mikill kvíði getur bitnað á frammistöðu nemenda og valdið vanlíðan í skólastofunni.

Skoðun

Óskað eftir endur­flutningi ráð­herra

Sandra B. Franks skrifar

Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Skoðun

Ég skil ekki

Hlédís Sveinsdóttir skrifar

Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna.

Skoðun

Í guðanna bænum hættum að gengis­fella hug­tök!

Davíð Bergmann skrifar

Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum í dag? Eins og það að rafbyssuvæða fyrir lögguna og stunda njósnir. Lengi vel var það kallað forvirkar rannsóknar heimildir en nú er komið nýtt orðskrípi yfir þetta tvennt og þetta er kallað afbrotaforvarnir. Við eigum góð orð yfir þetta á íslensku, annars vegar njósnir og hitt er vopnvæðing.

Skoðun

Lokum Bláa lóninu

Sveinn Gauti Einarsson skrifar

Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag.

Skoðun

Krafa þjóðarinnar?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.

Skoðun

Til­gangur til­gangs­lausra at­hafna

Pétur Henry Petersen skrifar

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig.

Skoðun

Það styttist í jólin og jóla­stressið – eða hvað?

Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar

Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?

Skoðun

Yfir stokka og steina - Þjóð­trúar­mið­stöð á Ströndum

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum.

Skoðun

Sam­göngu­bætur eða átta milljarða krúnu­djásn

Marta Guðjónsdóttir skrifar

Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið.

Skoðun

Ærandi þögn mennta- og barnamálaráðherra – Norður­land bíður svara

Hópur Inspectores Scholae Menntaskólans á Akureyri skrifar

Þann 5. september sl. blés mennta- og barnamálaráðherra til fundar framhaldsskólanema á Akureyri með tæplega þriggja klukkustunda fyrirvara, þar sem kynntar voru áætlanir um að leggja niður framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA, í núverandi mynd og sameina í einn ótilgreindan skóla.

Skoðun

FAST for­varnir bjarga lífi

Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim.

Skoðun