Skoðun

Hafnar­fjörður, fremstir í raf­væðingu

Guðmundur Fylkisson skrifar

Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi.

Skoðun

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Landsvirkjun hefur nú ákveðið og skráð að öll raforka sem fyrirtækið selur hér á landi sé nú framleidd með kolum, olíu eða kjarnorku. Ef smásalar, sem selja raf-magn til almennings, vilja grænt rafmagn þurfa þeir að borga fyrir vottun eða bjóða notendum sínum að gera það. Notandi sem kaupir grænt rafmagn, fram-leitt á Íslandi, þarf því samkvæmt þessu að greiða sérstaklega fyrir það. Sam-kvæmt fréttum er hér um 15% hækkun á grænni raforku að ræða. Orku sem er og hefur alltaf verið GRÆN!

Skoðun

Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum

Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar

Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum.

Skoðun

Veistu þitt skýjaspor?

Hólmfríður Rut Einarsdóttir og Þóra Rut Jónsdóttir skrifa

Hefur þú velt fyrir þér hvernig stafrænu lausnirnar sem þú notar daglega virka á bakvið tjöldin?

Skoðun

Öll vötn falla til Hafnar­fjarðar

Haraldur F. Gíslason skrifar

Það hefur lengi legið ljóst fyrir að löngu er orðið tímabært að stíga það skref að stilla af starfstíma leik- og grunnskóla. Kennarar á leikskólastiginu hafa undanfarin ár valið í of miklum mæli að kenna á grunnskólastiginu.

Skoðun

Mönnun sjúkra­liða

Sandra B. Franks skrifar

Vissu þið að það voru fleiri stöðugildi sjúkraliða á Landspítalanum árið 2016 heldur en voru árið 2021? Á þessu sama fimm ára tímabili hefur mannfjöldi á Íslandi aukist um tæplega 40 þúsund sem er tvöfaldur íbúafjöldi Akureyrar og meira en allur íbúafjöldi Kópavogs.

Skoðun

Ó­smekk­legar á­bendingar um hræsni og sið­ferðis­brest

Ólafur Stephensen skrifar

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar grein á Vísi í tilefni af færslu sem ég setti á Facebook-síðu mína í gær, en þar vakti ég athygli á því að forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga gegnir enn stöðu heiðurskonsúls eða kjörræðismanns hryðjuverkaríkisins Rússlands.

Skoðun

Ólafur Stephen­sen og birgða­staðan á dilka­kjöti hjá KS

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. 

Skoðun

Foreldrar að bugast

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Í dag, 17. janúar, var umræða í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúi Flokks fólksins um manneklu í leikskólum. Mannekla í leikskólum er langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn hefur ekki getað leyst.

Skoðun

Hjartans dýrin

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Voff, voff, voff er hljóðið sem bíður mín í hvert skipti sem ég kem inn á heimili mitt. Þar bíður mín hoppandi, skoppandi hundur sem hefur ekki enn uppgötvað að hann er ekki kengúra. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort það sé hans heitasta ósk að komast upp í faðminn minn og fá smá klapp og knús.

Skoðun

Á að ritskoða kennara?

Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi.

Skoðun

Skýrslan sem hvarf

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa

Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum.

Skoðun

Sex­an – jafningja­fræðsla um staf­rænt of­beldi

Hjalti Ómar Ágústsson skrifar

Tímarnir breytast og mennirnir með og tímarnir eru sannarlega að breytast. Tækniþróun síðustu ára hefur verið mjög hröð og breytingar á því hvernig við höfum samskipti eru miklar og stöðugar. Rafræn samskipti eru æ algengari og unga kynslóðin er fljót að tileinka sér nýjar leiðir til að eiga samskipti.

Skoðun

Ábyrgð, lausnir og von

Aðalbjörg Egilsdóttir skrifar

Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar.

Skoðun

Há­skóla­menntun í hættu

Alexandra Ýr van Erven skrifar

Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð.

Skoðun

Ólöglegar kökur

Þorsteinn Guðmundsson skrifar

Flestir sem fara um internetið kannast við fyrirbæri sem kallaðar eru vafrakökur. Kökur þessar gera eigendum vefsíðna kleift að fylgjast með hegðun okkar á vefsíðunni og afla þannig gagna sem nýtast í viðskiptum þeirra en þær geta líka nýst þriðju aðilum eins og samfélagsmiðlum.

Skoðun

Er ríkis­stjórn Katrínar Jakobs­dóttur sama um réttindi barna?

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur. Þau reiða sig á vernd og umhyggju af hálfu okkar sem teljumst fullorðið fólk og samfélaginu öllu ber að standa vörð um réttindi og velferð þeirra. Okkur ber enn fremur að tryggja að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.

Skoðun

Ný Þjóðar­höll tekur á sig mynd

Ásmundur Einar Daðason skrifar

Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni.

Skoðun

Ný græn orku­auð­lind

Tinna Traustadóttir skrifar

Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku.

Skoðun

Bæjar­stjórn sem ekkert hlustar eða gerir

Daníel Guðrúnarson Hrafnkelsson skrifar

Nú fóru fram mótmæli þann 15. desember 2022 og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefur ekki ennþá hlustað á okkur. Bæjarstjórnin er föst á því að byggja Samfélagsmiðstöð sem verður á neðstu hæð íbúðarblokkar.

Skoðun

Sam­fé­lags­leg á­hrif af sam­búð með Lands­virkjun

Anna Björk Hjaltadóttir skrifar

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 6. janúar síðastliðinn við sveitastjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Harald Þór Jónsson, kemur fram að skoða þurfi áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar á samfélagið. Samfélagsleg áhrif Landsvirkjunar á þetta litla samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þaðan sem ég er ættuð og ber sterkar taugar til, hafa lengi verið mér hugleikin. Ég tek undir þetta hjá Haraldi.

Skoðun

Tvennt hægt að gera við til­lögurnar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins.

Skoðun

Sam­særið gegn Eflingu

Birgir Dýrfjörð skrifar

Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans.

Skoðun

Hagnaðardrifna verðbólgan

Friðrik Jónsson skrifar

Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir.

Skoðun

Heim­greiðslur fyrir hafn­firska for­eldra

Kristín Thoroddsen skrifar

Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt.

Skoðun

Eru fasteignagjöld há á Íslandi?

Guðmundur Freyr Hermannsson skrifar

Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í maí sl. og birtingar fasteignamats fyrir árið 2023 varð þónokkur umræða um þróun fasteignamats og álagningarhlutföll sveitarfélaga. Sú umræða hefur farið af stað að nýju samhliða fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaganna.

Skoðun

Woke fyrir heimilið

Þórarinn Hjartarson skrifar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu.

Skoðun

Hálka, grýlu­kerti og snjó­hengjur

Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Þegar vetrarslys, föll og snjó og íshrun, verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa.. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.

Skoðun

Vegan dýranna vegna

Rósa Líf Darradóttir skrifar

Fjöldi fólks mátar sig við vegan lífsstílinn í janúarmánuði. Fyrir því liggja yfirleitt umhverfis-, heilsufars- eða dýraverndunarsjónarmið. Mér þykir þáttur dýra vega þyngst, þó hinar ástæðurnar séu einnig göfugar. Ég hef alla tíð verið hænd að dýrum og sóst eftir félagsskap þeirra.

Skoðun