Skoðun

Ei­lífðar­vélar hins opin­bera

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei.

Skoðun

Aðskilnaður dóms- og kennivalds

Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson skrifa

Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR brást við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans.

Skoðun

Lögum um búfjárhald er tímabært að breyta

Tryggvi Felixson skrifar

Frá þjóðveldisöld og fram til 6. áratugar síðustu aldar voru í gildi lagaákvæði sem bönnuðu lausagöngu búfjár. Þá voru sett lög sem gjörbreyttu stöðu þeirra sem vilja friða land sitt fyrir beit.

Skoðun

Borgarlínan og samgönguverkfræðin

Jónas Elíasson skrifar

Tveir samgönguverkfræðingar skrifa á Vísi 22.5 að PlusBus kerfi í Álaborg sé BRT kerfi þó Þórarinn Hjaltason hafi sagt að það sé ekki. Þessi grein er skrifuð til að segja þeim að samgönguverkfræðingum er alveg óhætt að trúa því sem Þórarinn Hjaltason segir.

Skoðun

Ófullburða lífeyrisfrumvarp

Ólafur Ísleifsson skrifar

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur m.a. í sér tillögur um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, lífeyrissjóðalögin, sem svo eru nefnd nr. 129/1997. Fjöldi umsagna liggur fyrir um frumvarpið og verður ekki annað sagt en það fái misjafnar móttökur.

Skoðun

Sjálfsvíg barna og kerfið: 3 atriði

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Einn hópur barna, sem ég hef miklar áhyggjur af, eru þau börn sem þurfa að reiða sig á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Það eru um 900 börn á ári sem glíma við flókinn og samsettan geðrænan vanda eða alvarleg geðræn einkenni og þurfa á þjónustu BUGL að halda.

Skoðun

Þjóðareign hinna fáu

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu.

Skoðun

Hvernig byggjum við upp sam­fé­lagið með tættum for­eldrum?

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar

Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt.

Skoðun

Um hernámsveldi og hryðjuverkamenn

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Það vill gleymast í umfjöllun fjölmiðla og áhorfenda um fjöldamorðin á hernumdu svæðunum í Palestínu, að Gaza, þar sem fórnarlömbin eru að stærstum hluta óbreyttir borgarar, konur og börn, er í raun flóttamannabúðir.

Skoðun

Borgar­línan og Plusbus í Ála­borg

Ole H.W. Jensen og Ólöf Kristjánsdóttir skrifa

Á 21. öld stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum sem snúa að umhverfismálum og lýðheilsu. Fólki fjölgar og reynsla síðustu áratuga bæði erlendis og hérlendis sýnir að þörf er á að styðja við og byggja innviði fyrir fjölbreytta, umhverfisvæna og heilsueflandi ferðamáta.

Skoðun

Af líf­fræði­legri fjöl­breytni!

Starri Heiðmarsson skrifar

Hugtakið líffræðileg fjölbreytni tekur til fjölbreytni milli og innan vistkerfa og tegunda en einnig til fjölbreytileika innan einstakra tegunda og stofna þeirra. Gildi líffræðilegrar fjölbreytni er ótvírætt og hefur vægi þess í umræðu um umhverfismál aukist á síðustu árum.

Skoðun

Í til­efni af um­ræðu um auka­störf dómara

Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar

Á síðustu dögum hefur nokkur umræða farið fram um kennslu- og fræðistörf dómara. Þannig gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, kennslustörf hæstaréttardómara í síðustu viku og þeir Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson, doktorar við lagadeild HR, tóku í sama streng í grein í Morgunblaðinu 20. maí sl.

Skoðun

Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play

Drífa Snædal skrifar

Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn.

Skoðun

Ný ein­hverfu­deild í Reykja­vík

Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika.

Skoðun

Góðir leghálsar

Herdis Anna Þorvaldsdóttir skrifar

Um daginn gekk ég til góðs. Við fórum saman 126 konur upp á hæsta tind Íslands til að styðja við Lífskraft og safna fyrir bættum aðbúnaði fyrir krabbameinsgreinda.

Skoðun

Leik­skóla­mál eru jafn­réttis­mál

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Hjá Reykjavíkurborg ríkir úrræðaleysi gagnvart fjölskyldufólki. Ár eftir ár sitja hundruð barna á biðlistum eftir leikskólaplássi í borginni. Margir njóta góðs af þjónustu dagforeldra, en framboð annar ekki eftirspurn. Litlar framfarir hafa orðið í daggæslu- og leikskólamálum í höfuðborginni síðustu ár.

Skoðun

Ert þú með þrá­hyggju?

Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Það er pirrandi að fá eitthvað á heilann en þráhyggja er þó annað og meira en tímabundin heilabrot eða áhyggjur. Þráhyggja vísar til áleitinna og óboðinna hugsana sem koma fólki í uppnám þar sem innihaldið þykir sérlega ógnandi og ógeðfellt.

Skoðun

Börn sem þátt­tak­endur í heimi full­orðinna

Þóra Jónsdóttir skrifar

Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda.

Skoðun

Vextir og vaxta­verkir

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað.

Skoðun

Hvað verður um barnið mitt í sumar?

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar

Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum.

Skoðun

Réttlaus fósturbörn á Íslandi

Sara Pálsdóttir skrifar

Mannréttindi fósturbarna á Íslandi eru fótum troðin af hálfu stjórnvalda. Þegar kemur að barnaverndarkerfinu, eru fósturbörn í reynd réttlaus og eiga sér ekki málsvara.

Skoðun

Við verðum að endur­heimta traust

Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa

Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana.

Skoðun

Ekki meira lands­byggðar­þras

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Á lífsgæðakapphlaupinu eru margir orðnir þreyttir. Það er eitthvað einstakt við það að þurfa ekki að leita langt til að sækja einstaka náttúru, en það er gjarnan eitthvað sem maður heyrir ungt fólk hafa aukinn áhuga á. Hér í bakgarðinum er friðurinn og róin sem fæst ekki í ysi og þysi í traffíkinni í Reykjavík.

Skoðun

Áslaug Arna, hvað er glæpur?

Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði á Alþingi að umsvif skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi væru áhyggjuefni og að mati ríkislögreglustjóra næmu skattaundanskot um 4% af vergri þjóðarframleiðslu.

Skoðun