Skoðun

At­vinnu­leysi og at­vinnu­leysi

Nanna Hermannsdóttir skrifar

Nýlega létu mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæma könnun þar sem m.a. átti að kortleggja atvinnuleysi meðal stúdenta síðastliðið sumar. Þetta var gott framtak, enda skynsamlegt fyrir stjórnvöld að skoða reynsluna af aðgerðunum í fyrra áður en þau taka ákvarðanir varðandi aðgerðir fyrir komandi sumar.

Skoðun

Lýsum yfir neyðarástandi

Katrín S. J. Steingrímsdóttir skrifar

Um þessar mundir sýnir BBC þáttaröðina A Year to Change the World sem fylgir ferðum hinnar hugrökku Gretu Thunberg í heilt ár. Thunberg ferðast um víðan völl á skútunni sinni og hittir stjórnmálamenn, fólk sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni og fólk sem berst með einhverjum hætti gegn aukinni mengun.

Skoðun

Smáhús í Reykjavík

Regína Ásvaldsdóttir skrifar

Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi.

Skoðun

ESB og ís­lenskt full­veldi

Ólafur Ísleifsson skrifar

Í liðinni viku voru á Alþingi ræddar tillögur Viðreisnar um að ganga í Evrópusambandið (ESB) og að taka upp evruna sem gjaldmiðil á Íslandi. Í sjálfu sér er ágætt er að efna til umræðu um þessi mál til að draga fram helstu sjónarmið og skerpa línur um afstöðu stjórnmálaflokka til þessara málefna.

Skoðun

Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög.

Skoðun

Að­för gegn slysum eða fólki?

Elías B Elíasson skrifar

Það er merkilegur siður sem borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fylgt í umferðamálum á undanförnum árum að ákveða fyrst og reikna síðan eða jafn vel reikna alls ekki. Það læðist að sá grunur að þessi siður sé að breiðast út í borgarstjórnarkerfinu og hafi valdið meðal annars braggamálinu og fleiri uppákomum. Síðasta dæmið er tillagan um lækkun umferðahraða í Reykjavík.

Skoðun

Það er enginn glæpur að vera sjúklingur eða fátækur

Jóhann Sigmarsson skrifar

Við viljum að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Það hefur verið staðreynd um margra ára skeið að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara sé allt of lágur miðað við verðlag. Um miðjan hvern mánuð verður fólkið oftast peningalaust og þarf þá oft að taka lán í banka ef það getur, smálán með ýmsum leiðum eða stóla á ættingja og vini.

Skoðun

Ísland í forystu

Hugrún Elvarsdóttir skrifar

Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar.

Skoðun

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum

Svanur Guðmundsson skrifar

Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja.

Skoðun

Að vera grýlan hans Gísla Marteins

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Þegar Gísli Marteinn færir rök fyrir því af hverju hann er sérlegur sérfræðingur alls sem viðkemur Vesturbænum vísar hann yfirleitt í það að hann hafi nú búið þar í 20 ár, reki þar fyrirtæki og sé foreldri barns í hverfinu. Þessi röksemdafærsla hentar mér afskaplega vel því samkvæmt henni ætti ég að vera enn sérlegri sérfræðingur en Gísli hvað viðkemur Vesturbænum.

Skoðun

Af rétt­látum og ó­rétt­látum um­skiptum

Drífa Snædal skrifar

Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið!

Skoðun

Þegar réttur eins kann að skaða annan

Hildur Ösp Gylfadóttir og Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifa

Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar.

Skoðun

Flugvellir á Suðvesturlandi og tengd mál

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Endurmeta þarf áform um flugvöll í Hvassahrauni. Stór flugvöllur í Hvassahrauni nánast við hlið Keflavíkurflugvallar, sömu megin við Höfuðborgarsvæðið, er hæpin staðsetning, jafnvel þótt ekki hefði komið til aukin eldvirkni á Reykjanesskaganum.

Skoðun

Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll!

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn.

Skoðun

Skoðun og staðreyndir

Þórir Guðmundsson skrifar

Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda.

Skoðun

Hraðvirk réttindaskerðing

Olga Margrét Cilia skrifar

Píratar eru ekki á móti sóttvarnarhúsum, takmörkunum, skimunum, grímum eða bólusetningum. Pírötum er þó mjög annt um þau réttindi sem við öll eigum og þegar þau réttindi eru takmörkuð með lagasetningum þá er eðlilegt að sú lagasetning uppfylli kröfum réttarríkisins.

Skoðun

Kofabyggðirnar

Ingvar Arnarson skrifar

Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda.

Skoðun

Börnin búa betur í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Enginn er hafinn yfir gagnrýni. Gagnrýni getur verið uppbyggileg og góð, hún getur haldið okkur við efnið og á tánum þannig að við gerum betur.

Skoðun

Kórónukeisarinn og hvað svo?

Benjamín Hrafn Böðvarsson skrifar

Gleðilegt sumar kæru vinir! Það er svo sannarlega gott að vita til þess að sumarið kemur þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Það er vissulega áhugavert að heimsfaraldurinn skuli bera nafnið kórónuveiran.

Skoðun

Hugsjónir, hagsmunir, fólk og lýðræði

Svavar Halldórsson skrifar

Senn líður að kosningum og við kjósendur þurfum að gera upp hug okkar. Eins og kerfið er núna kjósum við flokka en ekki fólk. Gott og vel. En hvað eru stjórnmálaflokkar. Þeir eru misjafnlega umfangsmiklar regnhlífar utan um þrjá megin þætti; hugsjónir, hagsmuni og fólk.

Skoðun

Byggist menntastefnan á óframkvæmanlegri hugmyndafræði?

Karl Gauti Hjaltason skrifar

Í sérstökum umræðum sem ég efndi til á Alþingi í vikunni beindi ég spurningum til menntamálaráðherra um stefnuna í skólamálum. Ein af spurningum mínum var hvort skóli án aðgreiningar væri einungis hugmyndafræði eða hvort stefnan væri í raun framkvæmanleg.

Skoðun

Gleðilegan dag jarðarinnar

Gréta María Grétarsdóttir skrifar

Eitt af því sem varð til þess að fyrsti dagur Jarðar var haldinn í apríl 1970 var ljósmynd sem tekin var á aðfangadag árið 1968.

Skoðun

Börnin bíða í Garðabæ

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Biðlistar á leikskólum Garðabæjar eru staðreynd. Hversu óþægilegt sem það er fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar sem hafa haft uppi metnaðarfull loforð fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur.

Skoðun

Ekkert nýtt undir sólinni

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir.

Skoðun

Snjöll um alla borg

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Við erum komin inn í 21. öldina. Breytingar eru hraðar og Reykjavíkurborg þarf að vera þeim viðbúin. Við þurfum og viljum gera betur en að halda í skottið á 4. iðnbyltingunni. Þess vegna ákváðum við að leggja 10 milljarða í stafræna þróun til að umbylta þeirri þjónustu sem borgin er að veita.

Skoðun