Sport

FCK bauð stuðnings­mönnum frían bjór eftir sigurinn

Stuðningsmenn FCK höfðu góða og gilda ástæðu til að fagna í kvöld er liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 1-0 sigri gegn Galatasaray á Parken. Í tilefni af sigrinum fengu stuðningsmenn liðsins frían bjór.

Fótbolti

Þriðja tap Íslandsmeistaranna í röð

Íslandsmeistarar Vals máttu þola sex stiga tap er liðið heimsótti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 77-71, og meistararnir hafa nú tapað þremur leikjum í röð.

Körfubolti

Toppliðin skildu jöfn

PSV og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í uppgjöri efstu tveggja liða B-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti

Sex leikja sigurhrina læri­sveina Guð­mundar á enda

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 25-25, en liðið hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik kvöldsins.

Handbolti

„Eigum að vinna þennan leik“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni.

Handbolti

Frakkar fyrstir í undan­úr­slit

Frakkland varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimameistaramóts kvenna í handbolta með öruggum ellefu marka sigri gegn Tékkum, 33-22.

Handbolti