Tónlist

Úti­veran í æsku tendraði bar­áttu­eldinn

„Útiveran sem maður ólst upp með hér heima er svo stór hluti af manni. Það er lúxus sem maður vill vernda,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá samstarfinu við spænsku stórstjörnuna Rosaliu, náttúruverndinni og baráttunni gegn sjókvíaeldi, tónleikaferðalögunum, listrænni þróun og fleira.

Tónlist

Erfiðir tímar í sambandi urðu að popplagi

„Trust issues fjallar um þær tilfinningar sem komu upp hjá mér þegar ég gekk í gegnum erfiðan tíma í sambandi,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér lagið Trust Issues en lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM.

Tónlist

Náði að fjar­lægjast ástar­sorgina með tón­listinni

„Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin.

Tónlist

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Tónlist

„Veistu ekki hver ég er?“

Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag.

Tónlist

„Fyrst við gátum lifað af Euro­vision saman getum við lifað allt af“

Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Tónlist

Úrvalslið rappara í eina sæng

Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist

Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi

„Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum.

Tónlist

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist

Patrik á toppnum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Tónlist

„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“

„Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur.

Tónlist

Björk verð­launuð fyrir Cornucopiu

Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september.

Tónlist

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Tónlist

Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu

Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. 

Tónlist