Tónlist

ABBA-safn í Svíþjóð

Safn tileinkað sænsku hljómsveitinni ABBA verður opnað í miðborg Stokkhólms árið 2008. Þar verða til sýnis föt og hljóðfæri sem sveitin notaði á farsælum ferli sínum, auk verðlauna, handskrifaðra laga og texta. Einnig verður þar hljóðver þar sem gestir geta tekið upp sín eigin ABBA-lög.

Tónlist

Einstakir tónleikar

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tvenna útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Tónlist

SILVER með Védísi Hervöru og Seth Sharp

Silver er amerísk/íslenskur tónleikakabarett með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi. Silver sem er í anda "Aint Misbehavin" og "Smokey Joe´s Cafe" samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni.

Tónlist

Útgáfutónleikar hjá Stebba og Eyfa

Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar verða annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Borgarleikhúsinu. Um tvenna tónleika verður að ræða og enn eru lausir miðar á seinni tónleikana, sem hefjast kl. 22:00.

Tónlist

Hápunktur Airwaves

Heimasíðan Drowned in Sound gefur síðustu Iceland Airwaves-hátíð góða dóma. Frammistaða Jakobínarínu var að mati blaðamanns einn af hápunktum hátíðarinnar. „Á bak við allan hávaðann og glamrandi gítarana er sál og ungæðisleg spilagleði sem á sér fáa líka,“ sagði hann.

Tónlist

Meiri háttar Majones-jól

Stórsveit Reykjavíkur heldur útgáfu- og jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru haldnir til að fagna útgáfu nýs geisladisks hljómsveitarinnar og stórsöngvarans Bogomils Font „Majones jól“, en hann er væntanlegur í hillur verslana. Á diskinum eru tólf íslensk og erlend jólalög í gamansömum útsetningum eftir Samúel J. Samúelsson sem jafnframt stýrir sveitinni og Daniel Nolgård.

Tónlist

Nýkomnir frá Havana

Latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu í kvöld. Tómas R. og félagar eru nýkomnir frá Havana þar sem haldnir voru seinni útgáfutónleikar plötunnar Romm tomm tomm í sögufrægu húsi, Casa de la Amistad í Vedadohverfinu í Havana. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1000 krónur.

Tónlist

Incubus til Íslands

Hr. Örlygi er sönn ánægja að tilkynna um komu Incubus til Íslands og tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 3. mars 2007. Miðasala fyrir tónleikana hefst þriðjudaginn 12. desember.

Tónlist

Skemmtilega klikkuð

Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic.

Tónlist

Stones tekjuhæstir

Tónleikaferð bresku rokkaranna í The Rolling Stones, A Bigger Bang, er tekjuhæsta tónleikaferð sögunnar að sögn bandaríska tímaritsins Billboard.

Tónlist

Tónleikum bætt við

Eins og við mátti búast seldist upp á ferna áætlaða tónleika Fíladelfíu og vegna mikillar eftirspurnar verður efnt til fimmtu tónleikanna fimmtudaginn 7. desember kl. 20. Flytjendur eru Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt fjölda einsöngvara. Umsjón tónleikanna er í höndum Hrannar Svansdóttur og Óskars Einarssonar.

Tónlist

Take That í efsta sæti

Strákahljómsveitin Take That fór beint í efsta sæti breska smáskífulistans með lag sitt Patience. Þetta er níunda topplag sveitarinnar og sú fyrsta í yfir áratug.

Tónlist

Sælir með söngkonuleysi

„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við.

Tónlist

Safnað fyrir Indland

Árlegir styrktartónleikar á vegum Vina Indlands verða haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs annað kvöld. Margir af ástsælasta tónlistarfólki landsins stígur þar á stokk og ljær góðu málefni lið en má þar nefna söngkonurnar Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur og Signý Sæmundsdóttur, sellóleikarann Gunnar Kvaran, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gerrit Schuil píanóleikara og Kammerkór Langholtskirkju sem syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar.

Tónlist

Monica Groop á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju

Finnska mezzósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju 3. og 4. desember nk. Einsöngvarar hafa jafnan sungið með kórnum á þessum tónleikum og að þessu sinni er kórinn svo lánsamur að fá til liðs við sig eina fremstu mezzósópransöngkonu heims um þessar mundir.

Tónlist

Óska eftir tíu milljónum

Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar.

Tónlist

Desyn Masiello á Nasa

Flex Music slær upp heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þann fyrsta desember. Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið!!

Tónlist

Jazztónleikar í Hafnarborg

Jazzhljómsveitin Smáaurarnir heldur jazztónleika í Hafnarborg Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 30. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Á efnisskránni eru eigin lög Smáauranna ásamt perlum úr jazztónlistarsögunni.

Tónlist

Hirðgítarleikari X-Factor

Gítarleikarinn Friðrik Karlsson hefur unnið náið með Bretanum Simon Cowell, Idol-dómaranum illkvittna, sem nokkurs konar hirðgítarleikari X-Factor þáttanna á Englandi.

Tónlist

Hinn fullkomni glæpur og aðrar sögur

Á síðustu plötu The Decemberists var magnað átta mínútna langt lag sem heitir The Mariner"s Revenge Song. Þar nær Colin Meloy að vefja með ævintýralegum hætti tóna utan um frábæra sögu um sjómann sem hefnir sín á öðrum sjóara en sá hafði átt þátt í að móðir þess fyrrnefnda framdi sjálfsmorð nokkrum árum áður.

Tónlist

Óður til Mozarts á afmælisári hans

Í tengslum við sýningu Borgarleikhússins á Amadeusi, sem fjallar um samskipti tónskaldanna Antonio Salieri og Wolfgang Amadeus Mozart, eru haldnir stórtónleikar með verkum Mozarts, í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Tóleikarnir verða sunnudaginn 26.nóvember klukkan 15:00.

Tónlist

Diskókvöld Klúbbsins

Næstkomandi laugardagskvöld verður spariútgáfa af Diskó-kvöldi Klúbbsins við Gullinbrú. Dúettinn DJ Boy and The George mun hrista eðal diskó fram úr skálmum sínum. Sérstakir gestir eru Love Guru Allstars, Daníel Óliver, Skjöldur Eyfjörð, Capone (uppistand) og fleiri.

Tónlist

Endursköpun Bítlanna

Ný og endurhljóðblönduð plata Bítlanna, Love, kom út fyrir stuttu, fjölmörgum aðdáendum þeirra til mikillar ánægju. George Martin, sem var upptökustjóri sveitarinnar, og sonur hans Giles þykja hafa unnið stórvirki með útgáfunni.

Tónlist

Mannakorn með jóladisk

Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500.

Tónlist

Ég verð heima um jólin

Geisladiskurinn Ég verð heima um jólin með Kvartett Kristjönu Stefáns er kominn út í nýrri útgáfu, en hann kom fyrst út fyrir áratug og seldist þá fljótlega upp.

Tónlist

Vill gera sólóplötu

Justin Hawkins, fyrrverandi söngvari bresku hljómsveitarinnar The Darkness, ætlar að hefja vinnu við sína fyrstu sólóplötu á næstunni. „Ég ætla að taka mér gott frí og gera hluti sem ég hef gaman af eins og að fara á skauta. Síðan ætla ég að byrja á sólóplötu," sagði hann. Hawkins er nýkominn úr meðferð vegna áfengis- og eiturlyfjanotkunar og ætlar að láta að sér kveða í tónlistarbransanum á nýjan leik.

Tónlist

Megasukk í Köben

Hljómsveitin Megasukk, sem er skipuð Megasi og Súkkati, heldur tónleika á Atlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn laugardaginn 25. nóvember. Fetar Megasukk þar með í fótspor rokksveitarinnar Ham sem spilaði þar fyrir nokkrum vikum.

Tónlist

Bæði nakin í nýju tónlistarmyndbandi

Peter André og Katie Price, eða Jordan, hafa nú gefið út myndband við lag sitt. Parið er eitt af vinsælustu pörum í Bretlandi enda skrautlegir karakterar. Lagið Lagið A Whole New World með skötuhjúunum er frumraun þeirra saman á tónlistarsviðinu en André gaf út nokkrar smáskífur á árum áður.

Tónlist