Tónlist

Touch spilar á Akureyri

Hljómsveitin Touch, sem gefur á næstunni út glænýja plötu, spilar í Oddvitahúsinu á Akureyri föstudags- og laugardagskvöld. Sveitin hitaði upp fyrir Bloodhound Gang í Höllinni í september og ætlar sér að vera dugleg við spilamennsku á næstunni. Nýjasta lag Touch, Fucking hypocrites, er nýkomið út og hefur fengið góðar viðtökur. Þeir sem vilja nálgast fleiri upplýsingar um sveitina geta kíkt á myspace.com/touchtheband.

Tónlist

Þriðja plata My Chemical Romance

Bandaríska hljómsveitin My Chemical Romance hefur gefið út sína þriðju plötu, sem nefnist The Black Parade. My Chemical Romance var stofnuð í New Jersey árið 2001 af þeim Gerard Way, Mikey Way, Bob Bryar, Frank Iero, og Ray Toro. Síðasta plata sveitarinnar, Three Cheers for Sweet Revenge, seldist í tveimur milljónum eintaka og kom sveitinni rækilega á kortið.

Tónlist

Tók upp á Írlandi

Will.i.am, meðlimur Black Eyed Peas, tók nýverið upp nokkur lög með popparanum Michael Jackson á Írlandi. Verður þau væntanlega að finna á næstu plötu Jacksons sem kemur út á næsta ári.

Tónlist

Sameinaðir Bítlar

Platan Love með Bítlunum kemur út þann 20. nóvember. Á plötunni er að finna lög sem Sir George Martin, sem var upptökustjóri Bítlanna, og sonur hans Giles endurhljóðblönduðu fyrir sýninguna Cirque du Soleil í Las Vegas.

Tónlist

Mínus tekur upp nýja plötu í LA

Strákarnir í rokksveitinni Mínus halda á vit ævintýranna síðar í mánuðinum. Þeir taka upp næstu plötu sína í Los Angeles undir stjórn mannsins sem tók upp síðustu plötur Tool og Queens of the Stone Age. "Við förum út 27. nóvember og verðum í tvær vikur í Borg englanna, Los Angeles,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss um fyrirhugaðar upptökur á næstu plötu hljómsveitarinnar.

Tónlist

Leikur tónsmíðar Lars Jansson

Stórsveit Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónskáld kvöldsins, stjórnandi og einleikari á píanó er sænski tónlistarmaðurinn Lars Jansson.

Tónlist

Kvöld söngvaskálda

Efnt verður til söngvaskáldakvölds á veitingastaðnum Domo í Þingholtsstræti í kvöld. Þar munu tónskáld, textahöfundar og flytjendur ólíkra kynslóða skiptast á að prufukeyra nýtt frumsamið efni og síðan verður efnt til spunatíðar þar sem Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving, Óskar Guðjónsson og Róbert Þórhallsson annast undir- eða meðleik.

Tónlist

Hinn heilagi Megas

Tónlistarkonan Magga Stína hefur gefið út plötuna Magga Stína syngur Megas. Magga Stína segir að platan hafi legið í loftinu síðan hún söng Megasarlagið Fílahirðirinn frá Súrín á afmælistónleikum Megasar í Austurbæ á síðasta ári. Eftir að lagið fór að hljóma í útvarpinu hlaut það fádæma viðtökur og varð það Möggu Stínu hvatning til að taka upp fleiri lög eftir meistarann.

Tónlist

Fyrsta sinn í níu ár

Poppkóngurinn Michael Jackson mun koma í fyrsta skiptið fram í Bretlandi í níu ár á World Music Awards sem haldið verður í Lundúnum í næsta mánuði. Jackson mun taka þar á móti demantaverðlaunum en þau eru gefin tónlistarmönnum sem hafa selt meira en 100 milljónir platna á ferlinum.

Tónlist

Fulltrúar Íslands í ham

Boðið var upp á rokktónlist frá núverandi og fyrrverandi nýlendum Dana á tónlistarhátíð á Norðuratlantshafsbryggju í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Það kom í hlut hljómsveitarinnar Ham að kynna íslenskt rokk fyrir tónleikagestum og tókst það vel.

Tónlist

Brian Jonestown Massacre til Íslands

Bandaríska rokksveitin Brian Jonestown Massacre heldur tónleika á Nasa þann 29. nóvember næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar, Anton Newcombe, hefur tvívegis komið hingað til lands og hefur lengi staðið til að hljómsveit hans myndi spila hér. Hjálpar þar til vinskapur hans við liðsmenn Singapore Sling, sem hafa spilað með hljómsveitinni á tónleikum erlendis.

Tónlist

Einar Ágúst á sviði með Skítamóral

Ekki hefur mikið spurst til söngvarans Einars Ágústs að undanförnu og því brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral á Nasa um helgina.

Tónlist

Frumlegur finnskur túlkandi

Finnski píanóleikarinn Olli Mustonen hefur verið lengi í sviðsljósinu þrátt fyrir ungan aldur. Hann leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í dag en á efnisskrá kvöldsins eru tveir píanókonsertar Beethovens og sinfónía eftir Brahms.

Tónlist

Fær slæma dóma

Gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa skotið í kaf nýjan söngleik á Broadway með lögum Bobs Dylan.

Tónlist

Gangandi kálhaus

Söngvarinn Liam Gallagher hefur nú sagt álit sitt á rokkstjörnunni Pete Doherty og eiturlyfjaneyslu hans. Gallagher segir að rokkarinn frægi sé gangandi kálhaus og vælukjói.

Tónlist

Jackson heiðraður

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun taka á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistarinnar á heimstónlistarhátíðinni í London.

Tónlist

Ný plata frá Eminem

Ný plata frá rapparanum Eminem, The Re-Up, er væntanleg í verslanir 4. desember næstkomandi. Um er að ræða mix-plötu sem Eminem gerði með Dj Whoo Kid.

Tónlist

Þægilegt og áreynslulaust

Þægileg og áreynslulaus plata sem ætti að geta náð til fjöldans þó hér sé hvorki nýstárlegt né framúrskarandi efni á ferð.

Tónlist

Þræddi minni og stærri staði

David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone sem heimsótti Iceland Airwaves í annað sinn nú um helgina, er hæstánægður með hátíðina og þá listamenn sem þar koma fram í grein sinni "Rolling Stone Goes native at Airwaves Music Fest".

Tónlist

Heimsyfirráð eða dauði

Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gaf út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll föstudaginn 17. nóvember. Miðasala á tónleikana hefst á morgun - miðvikudaginn 25. október.

Tónlist

Stílisti U2 gefst ekki upp

Eins og áður hefur komið fram heyja nú U2-menn og fyrrverandi stílisti þeirra, Lola Cashman, stríð fyrir dómstólum um yfirráð yfir flíkum sem U2-menn segja Lolu hafa stolið af þeim.

Tónlist

Boðið upp á pitsu með sviðum

Æði sérstök hátíð verður haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi 28. október, svokölluð Sviðamessa. Messan hefur verið haldin frá árinu 1997 en þá koma saman bæjarbúar á öllum aldri auk aðkomufólks og gæðir sér á þessu séríslenska en ljúffenga mat.

Tónlist

Annar Kristall

Aðrir kammertónleikar félaga í Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem kenndir eru við Kristal, fara fram í Listasafni Íslands síðdegis í dag. Á efnisskránni eru verk sem öll eru samin í hefð Vínarklassíkurinnar en þar má finna tónsmíðar eftir Johann Matthias Sperger, Mozart, og Franz Danzi.

Tónlist

Party Zone fram á nótt

Heljarinnar Party Zone-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Pravda á laugardagskvöld í tilefni af Iceland Airwaves.

Tónlist

Flýr hverfið sitt

Svíinn Jens Lekman treður upp í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en honum var bætt við dagskrá Airwaves á síðustu stundu.

Tónlist

Ég borga fyrir áheyrn

Hljómsveitin Ég mun halda tónleika í kvöld á Barnum kl. 23:00 og ætla Ég að greiða fólki fyrir að koma og hlusta á skemmtileg lög. Hljómsveitin vakti mikla athygli þegar hún fékk þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistaverðlaunanna í fyrra, meðal annars fyrir Plötu ársins sem kom út á síðasta ári.

Tónlist

Hjörtur á metið

Hljómsveitirnar Gavin Portland og Botnleðja eru ekki þær einu sem hafa tekið upp plötur á mettíma, því tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson tók upp fyrstu plötu sína á aðeins tólf klukkutímum árið 2001. Nýverið greindum við frá líklegu Íslandsmeti Gavins Portland, sem kláraði nýjustu plötu sína III. Views of Distant Towns á fjórtán tímum.

Tónlist