Enn hávaði og kraftur 3. nóvember 2006 10:15 Roger Daltrey söngvari og Pete Townshend gítarleikari eru komnir á fullt aftur með hljómsveitina The Who. Hér sjást þeir á tónleikum á T in the Park-hátíðinni í Bretlandi í sumar. Nýlega kom út fyrsta breiðskífa The Who í 24 ár. MYND/Getty Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Hljómsveitin The Who er hiklaust eitt af stóru nöfnunum í rokksögunni. Hún sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með rokkslögurum á borð við I Can’t Explain, Anyway Anyhow Anywhere og My Generation. Hún gerði Tommy, fyrstu rokkóperuna sem náði einhverjum vinsældum, árið 1969. Hún var þekkt fyrir brjálaða tónleika sem enduðu jafnvel á því að hljómsveitarmeðlimir mölvuðu gítara og veltu um koll trommusettinu og hátalarastæðum. Hún setti hávaðamet á tónleikum árið 1976 sem stóð í fjölda ára. Og fáar sveitir hafa rústað fleiri hótelherbergi. Síðustu tvo áratugi hefur hljómsveitin hins vegar lítið starfað og eingöngu komið saman til tónleikahalds. Eftir að bassaleikarinn John Entwistle dó fyrir fjórum árum voru flestir búnir að afskrifa sveitina endanlega. En aldeilis ekki. The Who hefur spilað mikið á árinu 2006 og fyrsta stúdíóplatan í 24 ár, Endless Wire, er nýkomin í verslanir. Og þá voru eftir tveir The Who var á blómaskeiði sínu skipuð fjórum meðlimum; Roger Daltrey söngvara, Pete Townshend, gítarleikara og aðallagasmið sveitarinnar, John Entwistle bassaleikara og Keith Moon trommuleikara. Keith var magnaður trommuleikari og alræmdur sukkari og ólátabelgur. Það var hann sem keyrði Rolls Royce út í sundlaugina á Holiday Inn-hóteli 1967 (verður seint toppað). Hann dó af ofneyslu lyfja árið 1978. John Entwistle bassaleikari dó svo eins og áður er getið árið 2002 af hjartaáfalli sem mátti rekja til kókaínneyslu. Og þá voru eftir tveir. Roger og Pete. Paul Weller og Oasis-menn hrifnir Það eru liðin 44 ár frá því Pete og Roger spiluðu fyrst saman í hljómsveit, en samband þeirra er enn sterkt. „Hjónaband mitt og konunnar hélt ekki, en hjónaband okkar Petes lifir enn,“ sagði Roger nýlega í viðtali þegar hann var spurður hvernig þeir færu að því að vera enn saman eftir öll þessi ár. The Who er nú að klára mikla heimstónleikaferð. Með Pete og Roger á því ferðalagi spila m.a. Simon bróðir Petes á gítar og Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilar á trommur. Tónleikarnir hafa fengið mjög góða dóma. Það er enn hávaði og kraftur í bandinu og yngri rokkarar eins og Paul Weller, meðlimir Oasis og The Fratellis hafa lýst yfir ánægju sinni með frammistöðuna. Tvískipt plata Eitt af því sem The Who er þekkt fyrir eru rokkóperurnar. Fyrstu mini-óperuna, A Quick One While He’s Away, samdi Pete Townshend 1966, en þekktastar eru Tommy og Quadrophenia. Nýja Who-platan Endless Wire er tvískipt. Fyrri hlutinn eru níu glæný lög, en seinni hlutinn er tíu laga mini-rokkóperan Wire & Glass í heild sinni. Tónlistin er mjög í anda fyrri verka sveitarinnar. Þetta eru kröftug rafmagnsgítarstykki í bland við rólegri kassagítarkafla. Gítartrikkin hans Petes eru á sínum stað og líka söngstíllinn hans Rogers. Ekki mikil nýsköpun kannski en þessi lög virka vel og heildarsvipurinn er fínn. Flestir tónlistarmiðlar hafa tekið plötunni vel. David Fricke hjá Rolling Stone gefur henni t.d. 4/5. Í næstu viku kemur nýtt tónleikasafn frá hljómsveitinni á DVD. Það heitir Who’s Better, Who’s Best ... Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Hljómsveitin The Who er hiklaust eitt af stóru nöfnunum í rokksögunni. Hún sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með rokkslögurum á borð við I Can’t Explain, Anyway Anyhow Anywhere og My Generation. Hún gerði Tommy, fyrstu rokkóperuna sem náði einhverjum vinsældum, árið 1969. Hún var þekkt fyrir brjálaða tónleika sem enduðu jafnvel á því að hljómsveitarmeðlimir mölvuðu gítara og veltu um koll trommusettinu og hátalarastæðum. Hún setti hávaðamet á tónleikum árið 1976 sem stóð í fjölda ára. Og fáar sveitir hafa rústað fleiri hótelherbergi. Síðustu tvo áratugi hefur hljómsveitin hins vegar lítið starfað og eingöngu komið saman til tónleikahalds. Eftir að bassaleikarinn John Entwistle dó fyrir fjórum árum voru flestir búnir að afskrifa sveitina endanlega. En aldeilis ekki. The Who hefur spilað mikið á árinu 2006 og fyrsta stúdíóplatan í 24 ár, Endless Wire, er nýkomin í verslanir. Og þá voru eftir tveir The Who var á blómaskeiði sínu skipuð fjórum meðlimum; Roger Daltrey söngvara, Pete Townshend, gítarleikara og aðallagasmið sveitarinnar, John Entwistle bassaleikara og Keith Moon trommuleikara. Keith var magnaður trommuleikari og alræmdur sukkari og ólátabelgur. Það var hann sem keyrði Rolls Royce út í sundlaugina á Holiday Inn-hóteli 1967 (verður seint toppað). Hann dó af ofneyslu lyfja árið 1978. John Entwistle bassaleikari dó svo eins og áður er getið árið 2002 af hjartaáfalli sem mátti rekja til kókaínneyslu. Og þá voru eftir tveir. Roger og Pete. Paul Weller og Oasis-menn hrifnir Það eru liðin 44 ár frá því Pete og Roger spiluðu fyrst saman í hljómsveit, en samband þeirra er enn sterkt. „Hjónaband mitt og konunnar hélt ekki, en hjónaband okkar Petes lifir enn,“ sagði Roger nýlega í viðtali þegar hann var spurður hvernig þeir færu að því að vera enn saman eftir öll þessi ár. The Who er nú að klára mikla heimstónleikaferð. Með Pete og Roger á því ferðalagi spila m.a. Simon bróðir Petes á gítar og Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilar á trommur. Tónleikarnir hafa fengið mjög góða dóma. Það er enn hávaði og kraftur í bandinu og yngri rokkarar eins og Paul Weller, meðlimir Oasis og The Fratellis hafa lýst yfir ánægju sinni með frammistöðuna. Tvískipt plata Eitt af því sem The Who er þekkt fyrir eru rokkóperurnar. Fyrstu mini-óperuna, A Quick One While He’s Away, samdi Pete Townshend 1966, en þekktastar eru Tommy og Quadrophenia. Nýja Who-platan Endless Wire er tvískipt. Fyrri hlutinn eru níu glæný lög, en seinni hlutinn er tíu laga mini-rokkóperan Wire & Glass í heild sinni. Tónlistin er mjög í anda fyrri verka sveitarinnar. Þetta eru kröftug rafmagnsgítarstykki í bland við rólegri kassagítarkafla. Gítartrikkin hans Petes eru á sínum stað og líka söngstíllinn hans Rogers. Ekki mikil nýsköpun kannski en þessi lög virka vel og heildarsvipurinn er fínn. Flestir tónlistarmiðlar hafa tekið plötunni vel. David Fricke hjá Rolling Stone gefur henni t.d. 4/5. Í næstu viku kemur nýtt tónleikasafn frá hljómsveitinni á DVD. Það heitir Who’s Better, Who’s Best ...
Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira