Viðskipti erlent Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. Viðskipti erlent 25.10.2022 10:25 WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega. Viðskipti erlent 25.10.2022 08:39 Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Viðskipti erlent 24.10.2022 17:10 Ilse Jacobsen er látin Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.10.2022 10:10 Netflix bætti upp áskrifendatap ársins á þriðja ársfjórðungi Netflix bætti við sig meira en tveimur milljónum áskrifenda á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Bætingin kemur eflaust einhverjum á óvart en streymisveitan missti tvö hundruð þúsund áskrifendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og nærri eina milljón áskrifenda á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 20.10.2022 19:42 Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. Viðskipti erlent 17.10.2022 20:43 Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar. Viðskipti erlent 13.10.2022 08:16 Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. Viðskipti erlent 12.10.2022 13:01 Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Viðskipti erlent 11.10.2022 22:57 Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45. Viðskipti erlent 10.10.2022 09:43 Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14 Porsche verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu Porsche er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu. Félagið tók yfir Volkswagen í vikunni og er nú 85 milljarða dollara virði sem samsvarar tólf þúsund milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.10.2022 12:26 Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. Viðskipti erlent 6.10.2022 11:23 Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Viðskipti erlent 5.10.2022 14:23 OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. Viðskipti erlent 5.10.2022 10:36 Twitter samþykkir kauptilboð Musk Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu. Viðskipti erlent 4.10.2022 19:50 Musk til í að standa við kaupin Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. Viðskipti erlent 4.10.2022 17:59 Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 4.10.2022 08:03 Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. Viðskipti erlent 3.10.2022 08:01 Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi. Viðskipti erlent 30.9.2022 22:52 Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Viðskipti erlent 30.9.2022 15:04 Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. Viðskipti erlent 28.9.2022 12:26 Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40 Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Viðskipti erlent 26.9.2022 16:51 Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. Viðskipti erlent 26.9.2022 09:18 Himinháar sektir fyrir lygar um 737 MAX Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um 200 milljónir dollara, tæpa þrjátíu milljarði króna, fyrir að veita fjárfestum sínum rangar upplýsingar um öryggisvandamál Boeing 737 MAX vélarinnar. Fyrrum forstjórinn þarf einnig að greiða rúmar 140 milljónir króna í sekt. Viðskipti erlent 23.9.2022 07:04 Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:45 Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23 Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40 Instagram og Tiktok seilast í vinsældir BeReal Samfélagsmiðillin BeReal hefur notið mikilla vinsælda nú nýverið. Svo miklar virðast vinsældirnar vera orðnar að aðrir samfélagsmiðlar hleypt úr vör nýjum möguleikum innan forrita sem virðast líkjast virkni BeReal. Viðskipti erlent 17.9.2022 22:30 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 334 ›
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. Viðskipti erlent 25.10.2022 10:25
WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega. Viðskipti erlent 25.10.2022 08:39
Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Yfirtaka Elons Musks á Twitter mun leiða til mikillar aukningar skulda hjá samfélagsmiðlafyrirtækinu og gera rekstur þess erfiðar. Greinendur búast við því að fyrirtækið muni bæta við sig um þrettán milljörðum dala við yfirtökuna. Viðskipti erlent 24.10.2022 17:10
Ilse Jacobsen er látin Danski fatahönnuðurinn Ilse Rohde Jacobsen, sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, er látin 62 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.10.2022 10:10
Netflix bætti upp áskrifendatap ársins á þriðja ársfjórðungi Netflix bætti við sig meira en tveimur milljónum áskrifenda á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Bætingin kemur eflaust einhverjum á óvart en streymisveitan missti tvö hundruð þúsund áskrifendur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og nærri eina milljón áskrifenda á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti erlent 20.10.2022 19:42
Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. Viðskipti erlent 17.10.2022 20:43
Støre nýr forstjóri Advania-samsteypunnar Hin norska Hege Støre hefur tekið við sem nýr forstjóri Advania-samsteypunnar. Starfsmenn telja um fjögur þúsund á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Hún tekur við keflinu af Mikael Noaksson sem heldur þó áfram að starfa við hlið Støre og tekur sæti í stjórn samsteypunnar. Viðskipti erlent 13.10.2022 08:16
Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. Viðskipti erlent 12.10.2022 13:01
Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Viðskipti erlent 11.10.2022 22:57
Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45. Viðskipti erlent 10.10.2022 09:43
Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. Viðskipti erlent 9.10.2022 14:14
Porsche verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu Porsche er orðinn verðmætasti bílaframleiðandi Evrópu. Félagið tók yfir Volkswagen í vikunni og er nú 85 milljarða dollara virði sem samsvarar tólf þúsund milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 7.10.2022 12:26
Musk vildi þrjátíu prósenta afslátt Fulltrúar Elons Musks og Twitter eiga enn í viðræðum um kaupsamkomulag auðjöfursins á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Viðræður um að Musk fengi allt að þrjátíu prósenta afslátt á kaupverðinu sem segir til um í kaupsamningi sem hann skrifaði undir í apríl. Viðskipti erlent 6.10.2022 11:23
Skerða framleiðslu um tvær milljónir tunna Fulltrúar stærstu olíuframleiðenda heims komust í dag að þeirri niðurstöðu að draga olíuframleiðslu á heimsvísu um tvær milljónir tunna á dag. Þetta var ákveðið á fundi OPEC+ ríkjanna í Vínarborg en niðurstaðan mun líklegast leiða til hærra olíuverðs eða í það minnsta stöðva verðlækkun. Viðskipti erlent 5.10.2022 14:23
OPEC líklegt til að draga verulega úr framleiðslu Fulltrúar OPEC-ríkjanna svokölluðu og Rússlands, munu funda í Vínarborg í dag og ræða olíuframleiðslu. Fastlega er búist við því að tekin verði ákvörðun um umfangsmikla framleiðsluskerðingu með því markmiði að hækka olíuverð. Viðskipti erlent 5.10.2022 10:36
Twitter samþykkir kauptilboð Musk Samfélagsmiðlafyrirtækið Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðjöfursins Elon Musk fyrir 41 milljarð bandaríkjadala. Tíðindin bárust í tilkynningu frá fyrirtækinu rétt í þessu. Viðskipti erlent 4.10.2022 19:50
Musk til í að standa við kaupin Elon Musk segist til í að standa við fyrirhuguð kaup á samfélagsmiðlinum Twitter. Musk hafði áður neitað að standa við kaupin en tvær vikur eru í að fyrirhuguð réttarhöld vegna meintra samningsbrota fari fram. Stjórn Twitter ætlar að hugsa málið. Viðskipti erlent 4.10.2022 17:59
Réttarhöld hefjast í máli Bonnesen Réttarhöld hefjast í dag í máli Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra sænska stórbankans Swedbank, í Svíþjóð. Bonnesen er meðal annars ákærð fyrir gróf fjársvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 4.10.2022 08:03
Svindl, skandalar og gagnaleki gætu fellt Credit Suisse Virði hlutabréfa í svissneska bankanum Credit Suisse hefur aldrei verið lægra og talið er að allt að fimm þúsund manns verði sagt upp í mánuðinum. Fjárhagsstaða bankans er sögð vera afar slæm. Viðskipti erlent 3.10.2022 08:01
Nýtt útlit mynta með andliti Karls III lítur dagsins ljós Útlit nýrra mynta sem munu bera andlit Karls III Bretlandskonungs hefur verið afhjúpað af konunglegu myntsláttunni. Karl er sagður vera hæstánægður með útkomuna á útliti eigin vangasvips. Myntin er hönnuð út frá ljósmynd af konungi. Viðskipti erlent 30.9.2022 22:52
Verðbólga á miklu flugi í Hollandi: „Ég fékk áfall, þetta er hræðilegt“ Verðbólga í Hollandi mælist nú 17,1 prósent og hefur ekki verið hærri þar í landi frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjármálaráðherra landsins segir tölurnar vera áfall. Viðskipti erlent 30.9.2022 15:04
Rússneskur keppinautur Facebook fjarlægður úr AppStore Apple hefur fjarlægt rússneska samfélagsmiðilinn VK úr AppStore í kjölfar nýjustu uppfærslu breskra refsiaðgerða gagnvart Rússum. Viðskipti erlent 28.9.2022 12:26
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40
Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Viðskipti erlent 26.9.2022 16:51
Pundið ekki verið veikara gegn dal í fimmtíu ár Sterlingspundið hefur hríðfallið gagnvart Bandaríkjadalnum og hefur ekki verið lægra í fimmtíu ár. Fjármálaráðherra Bretlands hefur boðað skattaívilnanir og 45 milljarða punda aðgerðarpakka. Stjórnarandstaðan kallar eftir svörum frá ríkisstjórninni um hvernig bregðast eigi við en hagfræðingar segja ríkisstjórnina við það að missa allan trúverðugleika. Viðskipti erlent 26.9.2022 09:18
Himinháar sektir fyrir lygar um 737 MAX Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur sektað bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um 200 milljónir dollara, tæpa þrjátíu milljarði króna, fyrir að veita fjárfestum sínum rangar upplýsingar um öryggisvandamál Boeing 737 MAX vélarinnar. Fyrrum forstjórinn þarf einnig að greiða rúmar 140 milljónir króna í sekt. Viðskipti erlent 23.9.2022 07:04
Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008 Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:45
Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23
Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40
Instagram og Tiktok seilast í vinsældir BeReal Samfélagsmiðillin BeReal hefur notið mikilla vinsælda nú nýverið. Svo miklar virðast vinsældirnar vera orðnar að aðrir samfélagsmiðlar hleypt úr vör nýjum möguleikum innan forrita sem virðast líkjast virkni BeReal. Viðskipti erlent 17.9.2022 22:30