Viðskipti erlent

S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum. Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst.

Viðskipti erlent

Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök

Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins.

Viðskipti erlent

Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins

Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum.

Viðskipti erlent

Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra

Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans.

Viðskipti erlent

Green opnar verksmiðju í Bretlandi

Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla.

Viðskipti erlent

Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini

Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva.

Viðskipti erlent

Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna

Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum.

Viðskipti erlent

Evran hnyklar vöðvana

Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í kjölfar vaxtahækkunar Evrópska Seðlabankans síðastliðinn fimmtudag og væntinga um frekari hækkun vaxta.

Viðskipti erlent

Zuckerberg sleppur frá Fésbókarbræðrum

Alríkisdómur í Bandaríkjunum vísaði í dag frá máli Tyler og Cameron Winklevoss, sem telja sig eiga hugmyndina að baki Facebook. Bræðurnir höfðuðu mál til að rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, stofnanda vefsíðunnar, vegna deilna um höfundarrétt.

Viðskipti erlent