Viðskipti erlent

Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni

Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%.

Viðskipti erlent

Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð.

Viðskipti erlent

Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi.

Viðskipti erlent

Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street

Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja.

Viðskipti erlent

Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn

Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í.

Viðskipti erlent

Vilja meira en fimmtungshlut

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag.

Viðskipti erlent

Iceland-stjórar á 800 milljóna ráðstefnu í Disney World

Yfirmannaráðstefna verslunarkeðju sem kostar 4 milljónir punda eða rúmlega 800 milljónir kr. gæti talist yfirdrifið í kreppunni. Það er ekki mat Malclom Walker forstjóra Iceland keðjunnar í Bretlandi sem bauð öllum 800 verslunarstjórum, svæðisstjórum og öðrum yfirmönnum Iceland á ráðstefnu í Disney World í Flórída í síðustu viku. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs.

Viðskipti erlent

Yfir 300 hótel í Kaliforníu eru gjaldþrota

Yfir 300 hótel í Kaliforníu hafa orðið gjaldþrota frá áramótum og er það um fimmföld aukning á slíkum gjaldþrotum í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er bæði að eigendur geta ekki staðið í skilum af lánum sínum og að verulega hefur dregið úr ferðalögum innan ríkisins vegna kreppunnar.

Viðskipti erlent

Alcoa: Óvæntur hagnaður, hlutabréf hækka um 6%

Bandaríski álrisinn Alcoa skilaði óvæntum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 39 milljónum dollara, eða 4,9 milljörðum kr. sem gerir 4 sent á hlutinn. Sérfræðingar höfðu hinsvegar spáð tapi upp á 9 sent á hlutinn. Hlutir í Alcoa hækkuðu um 6% á eftirmarkaði þegar uppgjörið var tilkynnt eftir lokun markaða í gærkvöldi.

Viðskipti erlent

Kreppan leikur Finna grátt

Finnar upplifa nú mestu niðursveiflu í efnahagslífi sínu síðan að kreppan þar hófst á síðasta ári. Samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Finnlands dróst efnahagslíf landsins saman um 11,6% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra.

Viðskipti erlent