Viðskipti erlent

Eigendur D´Angleterre hafa tapað öllu eiginfé

Íslenska félagið NP Hotels Holding, sem á m.a. hótelin D´Angleterre og Kong Fredrik, hefur tapað öllu eigin fé sínu og er eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 3 milljónir danskra kr. eða 72 milljónir kr. Tapið af rekstri NP Hotels Holding á síðasta ári nam 22 milljónum dkr. eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Viðskipti erlent

Svíar sækja í sjóði evrópska seðlabankans

Sænski seðlabankinn fær á næstunni þriggja milljarða evra lán frá evrópska seðlabankanum til að koma í veg fyrir að fjármálakreppan grafi sig of djúpt í gjaldeyrisforða bankans. Þetta jafngildir tæpum 539 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Viðskipti erlent

Lettar sveigja frá hruni

Líkur eru á að ríkisstjórn Lettlands takist að forðast 30 til 50 prósenta gengishrun latsins, gjaldmiðils Letta, með tíu prósenta niðurskurði í ríkisútgjöldum næstu tvö ár. Þetta segir Beat Sigenthaler, sérfræðingur nýmarkaða hjá TD Securities í London.

Viðskipti erlent

Þýsk stórverslanakeðja í greiðslustöðvun

„Ég hef miklar áhyggjur og veit í rauninni ekkert um framhaldið," segir Medina Franz, kona á þrítugsaldri sem er í hópi 56 þúsunda starfsmanna Karstadt verslanakeðjunnar þýsku, sem nú rambar á barmi gjaldþrots. Medina starfar í útibúi Karstadt við Hermannplatz í Berlín. Móðurfélag keðjunnar, Arcandor, fór í greiðslustöðvun í morgun.

Viðskipti erlent

Vilja stöðva kaup Fiat á Chrysler

Þrír bandarískir lífeyrissjóðir vilja að hæstiréttur landsins stöðvi sölu á Chrysler-bílaframleiðandanum til Fiat. Chrysler óskaði í lok apríl eftir greiðslustöðvun. Gangi sameining við ítalska bílaframleiðann Fiat eftir rís fimmti umsvifamesti bílaframleiðandi heims úr rústunum.

Viðskipti erlent

Getur ekki borgað fyrir enska boltann

Enska sjónvarpsstöðin Setanta á í töluverðum vandræðum með að greiða fyrir sjónvarpsrétt af fótboltaleikjum. Framtíð stöðvarinnar er sögð ráðast á næstu dögum. Stjórn fyrirtækisins kom saman á neyðarfundi í gær vegna málsins.

Viðskipti erlent

Verð á áli hækkaði umtalsvert

Verð á áli hækkaði um ellefu prósent í vikunni en verð á áli á heimsmarkaði náði 1.600 dollurum tonnið í gær. Þetta er ein mesta hækkun á álverði á einni viku í meira en tuttugu ár.

Viðskipti erlent

Olíuverðið hátt

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir sjötíu dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í gær. Það hefur hækkað um sjö dali á tunnu á einni viku og ekki verið hærra í sjö mánuði.

Viðskipti erlent