Viðskipti erlent

Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar

Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári.

Viðskipti erlent

Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð

Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar.

Viðskipti erlent

Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til

Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins.

Viðskipti erlent

Innbrotsþjófar nýta sér Facebook

Eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum heimsins, G4S, hefur gefið út aðvörun um að innbrotsþjófar nýti sér nú Facebook í auknum mæli. Því eigi notendur Facebook ekki að fjalla um það á vefsíðunni hvenær þeir ætli að taka sér frí eða hvenær þeir verði að heiman.

Viðskipti erlent

Skattaskuldir Dana vaxa hratt

Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr.

Viðskipti erlent

600 verkamenn reknir eftir verkfall

Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall á fimmtudag. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar.

Viðskipti erlent

Samkomulag Sviss og BNA: Slakað á bankaleynd

Bandaríkin og Sviss hafa nú gert með sér tvíhliða samkomulag um upplýsingagjöf banka vegna grunaðra skattsvikara. Samkomulagið verður formlega undirritað á næstu mánuðum. Sviss heldur þar með áfram að slaka á bankaleynd í landinu.

Viðskipti erlent

Bresk þingnefnd gagnrýnir stjórnvöld fyrir Íslandsklúður

Fjármálanefnd breska þingsins gaf út álit sitt í dag á meðhöndlun bresku stjórnarinnar á íslenska bankahruninu s.l. haust. Þingnefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir það hvernig haldið var á málinu af þeirra hálfu, einkum frystingu á eignum íslensku bankanna og beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands.

Viðskipti erlent

ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens.

Viðskipti erlent

Frönsk Bourgogne vín verða ódýr í ár

Vínunnendur með smekk fyrir vínum framleiddum úr Chardonnay Pinot Noir berjum frá miðhluta Frakklands eiga góðar fréttir í vændum. Allt útlit er fyrir að Bourgogne vínin í ár verði mun ódýrari en þau hafa verið um langt skeið.

Viðskipti erlent

Niðurskurði mótmælt

Búist er við að mörg þúsund manns taki þátt í mótmælum í Riga dag vegna niðurskurði hins opinbera í Lettlandi. Laun opinberra starfsmanna lækka í sumum tilfellum mögulega um helming svo tryggja megi neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til bjarga efnahag Lettlands.

Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar í Úkraníu ráðast á danska netbanka

Tveir hópar tölvuþrjóta, sem staðsettir eru í Úkraníu, hafa undanfarna daga staðið fyrir árásum á danska netbanka. Ekkert bendir til þess að hóparnir starfi saman en markmið beggja er hið sama, að stela lykilorðum þeirra sem stunda bankastúss sitt heiman frá í gengum heimilistölvuna.

Viðskipti erlent

Listaverkasafn Morten Lund komið á uppboð

Nú stendur yfir uppboð á listaverkasafni Morten Lund sem áður keypti fríblaðið Nyhedsavisen af Íslendingum og fór með það endanlega á hausinn. Í framhaldi af gjaldþroti blaðsins var Morten lýstur persónulega gjaldþrota í janúar s.l.

Viðskipti erlent

Reyndu að smygla 17.000 milljörðum til Sviss

Tveir Japanir voru nýlega gripnir á járnbrautarstöð á landamærum Ítalíu og Sviss með bandarísk ríkisskuldabréf upp á 134 milljarða dollara falin í töskum sínum. Upphæðin nemur 17.000 milljörðum kr. en mennirnir voru á leið til Sviss með töskurnar.

Viðskipti erlent