Viðskipti erlent

Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi

Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum.

Viðskipti erlent

Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker

Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Bílarisi nálægt gjaldþroti

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, færðist nær barmi gjaldþrots á miðnætti í fyrrakvöld þegar fyrir lá að lánar­drottnar gáfu ekki grænt ljós á skuldabreytingu félagsins.

Viðskipti erlent

Rússar vilja fjárfesta í Facebook

Rússneska netfyrirtækið Digtal Sky Technologies hefur boðist til þess að fjárfesta sem nemur 200 milljónum dollara, eða rúma 25 milljarða kr. í vefsíðunni Facebook. Ef af fjárfestingunni verður er verðmatið á Facebook komið í 10 milljarða dollara eða um 1.270 milljarða kr.

Viðskipti erlent

Karen Millen í grimmilegum bardaga um Byr

Tískuvöruframleiðandinn Karen Millen, hefur blandað sér í grimmilegan bardaga um stjórnvölin í einum stærsta banka Íslands.Leynd hefur hingað til hvílt yfir eignarhlut hennar í bankanum en hún styður þann hóp sem vill að leynd hvíli yfir lánabókum bankans. Það er breska blaðið The Telegraph sem gerir þetta að umtalsefni í dag.

Viðskipti erlent

British Airways þarf að segja upp starfsfólki

Talsmenn British Airways flugfélagsins gera ráð fyrir að þeir þurfi að segja upp starfsfólki til að takast á við tap félagsins á liðnu ári. Þá tilkynntu þeir í dag að langt væri í að fyrirhugaður samruni við spænska Iberia flugfélagið væri langt því frá lokið.

Viðskipti erlent

Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið

Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí.

Viðskipti erlent

Ókeypis viagra handa atvinnulausum

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar fólk í fjármálakreppunni. Pfizer ætlar að dreifa 70 ólíkum lyfjum, þar á meðal viagra, til þeirra sem eru atvinnulausir í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Greenspan segir enn hættur í hagkerfinu

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að alheimskreppan sé ekki komin á enda og að stærstu bankar í Bandaríkjunum verði að safna miklu fé áður en að efnahagsbatinn getur byrjað. Greenspan segir jafnframt að jafnvægi þurfi að komast á húsnæðismarkaðinn.

Viðskipti erlent