Viðskipti erlent

Danski skatturinn notar Al Capone aðferðir gegn glæpahópum

Danski skatturinn vinnur nú allan sólarhringinn með lögreglunni í Danmörku við að koma Vítisenglum og öðrum glæpahópum bakvið lás og slá. Samkvæmt Jyllands Posten notar skatturinn Al Capone aðferðir í baráttu sinni, það er reynir að ná til glæpamannanna í gegnum skattsvik þeirra og efnahagsbrot.

Viðskipti erlent

Útlán hjá NIB slógu öll met í fyrra

Útlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) slógu öll met í fyrra og námu rúmum 2,7 milljörðum evra eða um 386 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að útlán bankans árið 2007 voru 2,2 milljarðar evra.

Viðskipti erlent

Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu

Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum.

Viðskipti erlent

Honda lækkaði um sjö prósent

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og bílaframleiðenda sem mest lækkuðu. Bréf Honda lækkuðu um sjö prósent vegna styrkingar jensins gagnvart dollar en mikið af bílum Honda fer á Bandaríkjamarkað.

Viðskipti erlent

Bréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og hefur Morgan Stanley-vísitalan fyrir Asíu ekki tekið jafnmikið stökk upp á við síðan um miðjan desember. HSBC, stærsti banki Evrópu, hækkaði um 7,1 prósent á markaði í Hong Kong eftir að afkomutölur hans fyrir janúar voru birtar en þær reyndust mun skárri en talið hafði verið. Þá hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um fjögur prósent.

Viðskipti erlent

Neikvæðir hagvísar

Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst

Atvinnuleysi mældist 6,9 prósent í janúar innan þeirra 30 ríkja sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum sem birtar voru í vikunni. Þetta er 8,3 prósenta aukning á milli mánaða en 1,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Af einstökum hagsvæðum mældist atvinnuleysi 8,3 prósent á evrusvæðinu en 8,1 prósent í Bandaríkjunum. Aukningin er innan allra aðildarríkjanna að Japan og Mexíkó undanskildum en þar dróst atvinnuleysi saman um 4,3 til 4,6 prósent milli mánaða. Mesta atvinnuleysið var á Spáni, eða 14,8 prósent.

Viðskipti erlent

Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi

Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota.

Viðskipti erlent

Jenið lækkar áfram

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Viðskipti erlent

Vilja hækka olíuverð

Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær.

Viðskipti erlent

Marel: Stóðum rétt að málum

Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Viðskipti erlent

Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums

Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group.

Viðskipti erlent