Viðskipti innlent

Jogginggallinn jólagjöf ársins

Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. 

Viðskipti innlent

Íslendingar óðir í raf- og heimilistæki í nóvember

Netverslun Íslendinga jókst um 112,5% milli október og nóvember. Sá síðarnefndi hefur á seinustu árum orðið að stærsta netverslunarmánuði ársins með tilkomu tilboðsdaga á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og netmánudag. Þrátt fyrir mikla aukningu nær veltan þó ekki sömu hæðum og í nóvember í fyrra.

Viðskipti innlent

Til­nefndu bestu vöru­merki ársins

24 fyrirtæki eru tilnefnd til markaðsverðlaunanna Bestu íslensku vörumerkin árið 2021. Vörumerkin eru tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum og eru verðlaunin veitt af vörumerkjastofunni brandr annað árið í röð.

Viðskipti innlent

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent

Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort

Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent

Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári

Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári.

Viðskipti innlent

Smitten vex með Lísu Rán

Lísa Rán Arnórsdóttir hefur gengið til liðs við stefnumóta appið Smitten. Hún var áður vörustjóri farsíma-, net- og sjónvarpsþjónustu Nova. Lísa hóf störf þann 4. nóvember síðastliðinn.

Viðskipti innlent

Iða úr Arnarlax í Lax-Inn

Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent