Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur en franska félagið Ardian er einn stærsti innviðafjárfestirinn í Evrópu. Ardian hefur komið að nærri 50 slíkum fjárfestingum frá árinu 2005.
Þrátt fyrir að sjóðastýringarfyrirtækið sé því öllu vant í samskiptum sínum við samkeppnisyfirvöld víða um Evrópu þá eru stjórnendur Ardian sagðir aldrei hafa upplifað annað eins líkt og í samskiptum sínum við íslenska eftirlitið.
Samkvæmt tilkynningunni mat Ardian það sem svo að tillögurnar sem Síminn lagði til við Samkeppniseftirlitið til þess að félagið gæti mætt samkeppnislegum áhyggjum eftirlitsins væru íþyngjandi. Breytingarnar myndu fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings.
Tilkynninguna til kauphallar má lesa hér.