Ardian ekki reiðubúið að ljúka við kaupin á Mílu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. júlí 2022 07:13 Ardian er ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin. Vísir/Vilhelm Í tilkynningu Símans til kauphallarinnar í gær kemur fram að Ardian France SA sé ekki reiðubúið til þess að ljúka við kaupin á Mílu ehf. Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur en franska félagið Ardian er einn stærsti innviðafjárfestirinn í Evrópu. Ardian hefur komið að nærri 50 slíkum fjárfestingum frá árinu 2005. Þrátt fyrir að sjóðastýringarfyrirtækið sé því öllu vant í samskiptum sínum við samkeppnisyfirvöld víða um Evrópu þá eru stjórnendur Ardian sagðir aldrei hafa upplifað annað eins líkt og í samskiptum sínum við íslenska eftirlitið. Samkvæmt tilkynningunni mat Ardian það sem svo að tillögurnar sem Síminn lagði til við Samkeppniseftirlitið til þess að félagið gæti mætt samkeppnislegum áhyggjum eftirlitsins væru íþyngjandi. Breytingarnar myndu fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings. Tilkynninguna til kauphallar má lesa hér. Salan á Mílu Samkeppnismál Fjarskipti Tengdar fréttir Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun. 11. mars 2022 13:00 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þegar Síminn tilkynnti um samkomulag um sölu á dótturfélagi sínu Mílu í lok október í fyrra til franska sjóðastýringarfélagsins Ardian voru það stór tíðindi fyrir neytendur en franska félagið Ardian er einn stærsti innviðafjárfestirinn í Evrópu. Ardian hefur komið að nærri 50 slíkum fjárfestingum frá árinu 2005. Þrátt fyrir að sjóðastýringarfyrirtækið sé því öllu vant í samskiptum sínum við samkeppnisyfirvöld víða um Evrópu þá eru stjórnendur Ardian sagðir aldrei hafa upplifað annað eins líkt og í samskiptum sínum við íslenska eftirlitið. Samkvæmt tilkynningunni mat Ardian það sem svo að tillögurnar sem Síminn lagði til við Samkeppniseftirlitið til þess að félagið gæti mætt samkeppnislegum áhyggjum eftirlitsins væru íþyngjandi. Breytingarnar myndu fela í sér neikvæð áhrif í skilningi kaupsamnings. Tilkynninguna til kauphallar má lesa hér.
Salan á Mílu Samkeppnismál Fjarskipti Tengdar fréttir Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun. 11. mars 2022 13:00 SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Sala Mílu var ekki sala á þjóðareign, segir stjórnarformaður Símans Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Símans, segir að salan á Mílu hafi verið rökrétt í alla staði en „ákveðins misskilnings“ hafi gætt í umræðu um viðskiptin. Til að mynda hafi Síminn ekki verið að selja eignir sem fjármagnaðar voru af ríkinu. Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformannsins í ársskýrslu Símans sem var birt í morgun. 11. mars 2022 13:00
SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 5. júlí 2022 17:59