Viðskipti innlent

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Viðskipti innlent

Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja.

Viðskipti innlent

Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans

Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn.

Viðskipti innlent

Kaupa Esso-húsið á 1,2 milljarða króna

Félag hjónanna Birgis Bieltvedt fjárfestis og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, Eyja fjarfestingarfélag, hefur keypt fasteignina við Suðurlandsbraut 18, Esso-húsið svokallaða, af fasteignaþróunarfélaginu Festi. Kaupverðið er 1,2 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Gjör­ó­líkir ösku­dagar í Kringlunni og Smára­lind

Stjórnendur Kringlunnar stefna á að geta boðið börn í nammileit velkomin og vera með dagskrá fyrir þau á Öskudaginn sem haldinn er 17. febrúar í ár. Rekstraraðilar verslana í Kringlunni hafa í pósti verið hvattir til að vera með glaðninga þegar börnin mæta. Stjórnendur Smáralindar hafa hins vegar ákveðið að blása af hátíðahöldin að þessu sinni vegna heimsfaraldursins.

Viðskipti innlent

Andrúmsloftið þungt en engin dramatík

Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt.

Viðskipti innlent

Hafa greitt út fimm milljarða í tekju­falls­styrki

Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Viðskipti innlent

Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar

Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá.

Viðskipti innlent

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Viðskipti innlent

Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp

Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 

Viðskipti innlent