Stefna á Coda stöð við Húsavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 17:26 Frá Húsavík en sveitarstjórn Norðurþings er spennt fyrir uppbyggingu og rekstri athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu. Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu.
Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira