Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 16:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stendur í ströngu þessa lokametra kjörtímabilsins. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði. Í svari við fyrirspurn kemur fram að leigan nemur um 40 milljónum á mánuði. Gunnar Smári Egilsson, í Sósíalistaflokki Íslands, hefur gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og talað um að þarna sé verið að færa Eykt og eiganda þess fyrirtækis mikla fjármuni á silfurfati. Nær væri að ríkið sjálft ætti það húsnæði sem hýsir starfsemi hins opinbera. Vísir lagði í kjölfarið fram fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins þar sem spurt var út í hvernig þessum málum væri háttað? Í svari kemur fram að samantekt yfir heildarfjárhæð húsaleigusamninga ríkisins við þriðja aðila megi finna í skýringu 9 í ríkisreikningi. „Til glöggvunar greiddi ríkið eftirfarandi fjárhæðir undanfarin 3 ár, en þar sem ríkisreikningur fyrir 2020 hefur ekki verið gefinn út er talan í því tilfelli óstaðfest,“ segir í svari: Fyrir árið 2018 6.542 m.kr. Fyrir árið 2019 6.940 m.kr. Fyrir árið 2020 7.067 m.kr. Þá segir jafnframt í svari við spurningum Vísis að leigugjald í samningi Ríkiseigna og Íþöku um húsnæðið að Katrínartúni 6 er 40.5 milljónir króna á mánuði eða 486 milljónir króna á ári. Leigusamningurinn er til 30 ára og er því áætluð heildarskuldbinding 9,9 milljarðar króna núvirt út samningstíma. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Ríkiseignir hafa gert leigusamning til þrjátíu ára við Íþöku um húsnæði sem á að hýsa starfsemi Skattsins og Fjársýslu ríkisins. Vísir greindi frá þessu fyrr í þessum mánuði. Í svari við fyrirspurn kemur fram að leigan nemur um 40 milljónum á mánuði. Gunnar Smári Egilsson, í Sósíalistaflokki Íslands, hefur gagnrýnt þessa tilhögun harðlega og talað um að þarna sé verið að færa Eykt og eiganda þess fyrirtækis mikla fjármuni á silfurfati. Nær væri að ríkið sjálft ætti það húsnæði sem hýsir starfsemi hins opinbera. Vísir lagði í kjölfarið fram fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins þar sem spurt var út í hvernig þessum málum væri háttað? Í svari kemur fram að samantekt yfir heildarfjárhæð húsaleigusamninga ríkisins við þriðja aðila megi finna í skýringu 9 í ríkisreikningi. „Til glöggvunar greiddi ríkið eftirfarandi fjárhæðir undanfarin 3 ár, en þar sem ríkisreikningur fyrir 2020 hefur ekki verið gefinn út er talan í því tilfelli óstaðfest,“ segir í svari: Fyrir árið 2018 6.542 m.kr. Fyrir árið 2019 6.940 m.kr. Fyrir árið 2020 7.067 m.kr. Þá segir jafnframt í svari við spurningum Vísis að leigugjald í samningi Ríkiseigna og Íþöku um húsnæðið að Katrínartúni 6 er 40.5 milljónir króna á mánuði eða 486 milljónir króna á ári. Leigusamningurinn er til 30 ára og er því áætluð heildarskuldbinding 9,9 milljarðar króna núvirt út samningstíma.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira