Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð.

Viðskipti innlent

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Viðskipti innlent

Ey­þór fyllir í skarð Rósu hjá Heimum

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi. Fasteignafélagið breytti um nafn í maí en það hét áður Reginn.

Viðskipti innlent

Verð­bólga eykst milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða.

Viðskipti innlent

Stýri­vextir mögu­lega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Hag­fræðingur hjá Arion banka telur að stýri­vextir muni haldast ó­breyttir fram í nóvember hið minnsta og mögu­lega þangað til í febrúar. Lík­legt sé að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hag­kerfisins og taka þess í stað stærri lækkunar­skref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst.

Viðskipti innlent

Fá hundrað milljónir til að þróa gervi­greind

Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur.

Viðskipti innlent

Styrkás kaupir Kraft

Styrkás hf. og Björn Erlingsson hafa undirritað kaupsamning um kaup Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti ehf. sem er söluaðili MAN, Palfinger og Bucher-Municipal á Íslandi. Kraftur rekur jafnframt þjónustuverkstæði fyrir MAN bifreiðar að Vagnhöfða í Reykjavík. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits og birgja.

Viðskipti innlent

Komust ekki inn á net­banka vegna bilunar

Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka.

Viðskipti innlent

Víkingur skiptir um hlut­verk hjá Öskju

Víkingur Grímsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Víkingur hefur starfað hjá Öskju frá árinu 2017 og gegndi síðast starfi forstöðumanns viðskiptatengsla, hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2022.

Viðskipti innlent

Leigu­verð heldur á­fram að hækka

Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári.

Viðskipti innlent