Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 14:55 Verð á hráefni hefur hækkað um 123 prósent á einu ári að sögn Hinriks Hinrikssonar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“ Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“
Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03