Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 14:55 Verð á hráefni hefur hækkað um 123 prósent á einu ári að sögn Hinriks Hinrikssonar. Vísir/Vilhelm „Þetta eru fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa, og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Hinrik Hinriksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Nóa Siríus. Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“ Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Í gær var greint frá því í verðlagseftirliti ASÍ að verð á vörum Nóa Síríus hefði hækkað umtalsvert í verslunum Krónunnar og Bónus. Sjá nánar: Konfektið í hæstu hæðum Í samtali við fréttastofu bendir Hinrik á að gríðarleg verðhækkun hafi orðið á kakói, hráefninu sem súkkulaði er unnið úr. „Auðvitað þurfum við að bregðast við með einhverri hækkun sem nemur engan veginn því sem við erum að fá á okkur frá byrgjum,“ segir Hinrik sem áætlar að hækkun á vörum Nóa Síríus nemi einum fimmta eða einum fjórða af þeirri verðhækkun sem lendi á fyrirtækinu. Þróun verðs á kakói síðastliðin fimm ár. X-ásinn táknar tíma, en Y-ásinn verð í dollurum á tonn af kakói.Trading economics Verðhækkunin hjá Nóa nam tæpum 23 prósentum, sem var mesta verðhækkunin hjá öllum byrgjum sem ASÍ tók saman. Samkeppnisaðilarnir í sælgætisbransanum hækkuðu líka. Verðið hjá Freyju fór upp um rúm tíu prósent og hjá Góu-Lindu fór verðið upp um tæp sjö prósent. „Eftir því sem ég best veit erum við eina fyrirtækið sem er að framleiða íslenskt konfekt sem er ekki flutt inn. Það er til dæmis lykilatriði myndi ég segja,“ segir Hinrik. „Það eru tímar sem eiga sér ekki hliðstæður í kaupum á hráefnum hingað til Nóa Síríus. Við erum fyrst og fremst súkkulaðiframleiðandi og höfum alltaf verið. Þá er auðvitað aðalhráefnið súkkulaði, og þegar það hækkar um 123 prósent á einu ári. Þá segir það ansi góða sögu um það sem við þurfum að takast á við.“ Þrátt fyrir þetta segir Hinrik að það stefni ekki í vöntun á súkkulaði frá Nóa Síríus. Ástandið verði þó til þess að það þurfi að skoða alla kostnaðarliði hjá fyrirtækinu. „Við höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum alla okkar kostanaðrliði og erum að sjálfsögðu að skoða allt fyrirtækið. Við erum stöðugt að finna leiðir til að takast á við þetta til að halda verði sem lægstu.“
Neytendur Sælgæti Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 4. desember 2024 15:03