Viðskipti innlent

Stjórn­endum fækkar hjá Lyfja­stofnun

Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna.

Viðskipti innlent

Verk­takar sjá fram á met­ár í út­boðum

Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum.

Viðskipti innlent

Steinunn Hlíf samdi um starfs­lok

Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021.

Viðskipti innlent

Minnsta verð­bólga í tæp tvö ár

Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta.

Viðskipti innlent

Miklar fram­kvæmdir boðaðar á árinu

Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag.

Viðskipti innlent

Verkís leiðir milljarðaverkefni

Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis.

Viðskipti innlent

Tengi­far­þegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri við­dvöl á Ís­landi

Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið.

Viðskipti innlent

Bónusar hjá Skattinum „skelfi­legt for­dæmi“

Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent

Verð­bólga komin niður í 6,7 prósent

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,5 prósent frá desembermánuði.  Verðbólga síðastliðna tólf mánuði er nú komin niður í 6,7 prósent, en stóð í 7,7 prósentum í desember. 

Viðskipti innlent

Snýr aftur eftir stutt stopp hjá Laufinu

Íslandsbanki hefur ráðið Brynjólf Bjarnason í stöðu forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Brynjólfur, sem hefur áratugareynslu af störfum í fjármálageiranum, kemur nú aftur til liðs við Íslandsbanka eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra hjá Laufinu frá því í fyrra.

Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri Fastus

Ástrós Kristinsdóttir hefur verið ráðin markaðstjóri Fastus ehf. Hlutverk henner verður að móta og leiða markaðsmál félagsins og endurmörkun þriggja vörumerkja auk stefnumótunar í kynningarmálum sem og innri og ytri markaðssetningu.

Viðskipti innlent

Ríkið greiði starfs­mönnum Hvals laun

Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann.

Viðskipti innlent

Lena Dögg nýr verk­efna­stjóri Vertonet

Lena Dögg Dagbjartsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir átaksverkefninu Vertonet. Markmið þess er að auka hlut kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Átakið er samstillt átak atvinnulífs og menntastofnana sem 21 tekur þátt í.

Viðskipti innlent

Sesselja Ingi­björg stýrir frumkvöðlastarfi Sam­herja

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja.

Viðskipti innlent

Kristín og Kristján Helgi til Kjör- og Krambúðanna

Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða.

Viðskipti innlent