Viðskipti

Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Samstarf

Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt

Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum.

Viðskipti innlent

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Viðskipti innlent

Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum

Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín

Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu.

Viðskipti erlent

Odd­geir Ágúst Otte­sen nýr fram­kvæmda­stjóri KVH

Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Félagið er stéttarfélag sem sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði. Auk þess sinnir félagið annarri hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.

Viðskipti innlent