Viðskipti

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Viðskipti innlent

Lykilatriði að þykja vænt um starfsfólkið

„Vörumerkin eru tíu talsins og verða ellefu á vormánuðum 2022. Allir okkar staðir eiga sína sögu og vörumerkin eru afar fjölbreytt. Sum eru rótgróin og önnur nýrri. Í okkar huga skiptir miklu máli að það sé „hjarta“ í því sem við gerum,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna meðal annars í viðtali um uppbyggingu og virði vörumerkja.

Atvinnulíf

Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna

Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag.

Viðskipti innlent

Siggeir og Díana til Sýnar

Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða.

Viðskipti innlent

Mannauðsmál sett á sama stall og fjármál

Vilmar Pétursson er menntaður í félagsfræði og félagsráðgjöf. Eftir að hafa unnið við það í nokkur ár tók hann meistarapróf í stefnumótun og stjórnun, sem fól meðal annars í sér mannauðsstjórnun. Síðustu átta ár hefur Vilmar verið mannauðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, en áður vann hann sem ráðgjafi um stefnumótun, þjálfun og mannauðsmál hjá Capacent í um þrettán ár.

Samstarf

KPMG kaupir OZIO

KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson.

Viðskipti innlent

Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir

Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota.

Viðskipti innlent