Viðskipti

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

Neytendur

Eldgosið hafi komið á besta tíma

Síðan eldgosahrina hófst á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefur Björn Steinbekk verið fastagestur á svæðinu með dróna á lofti. Segja má að gosið sem hófst í júlí hafi ekki getað komið á betri tíma fyrir Björn.

Samstarf

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka

Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Viðskipti innlent

Spotify hækkar verðið

Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið.

Viðskipti erlent

„Þetta er 300 prósent hækkun“

Þriggja manna fjöl­skylda sem ætlaði sér að fara í sund­laugina í Húsa­felli í dag hætti við vegna verð­lags. Fjöl­skyldan segist hafa verið reglu­legir gestir í lauginni undan­farin ár en segir nú­verandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Neytendur

Vill skipta fuglinum út fyrir X

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag.

Viðskipti erlent

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Viðskipti innlent

Birna með 56,6 milljónir króna í starfs­loka­samning

Ráðningar­samningur Birnu Einars­dóttur, banka­stjóra Ís­lands­banka, kvað á um tólf mánaða upp­sagnar­frest og er gjald­færsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hlut­hafa vegna fyrir­hugaðs hlut­hafa­fundar sem fer fram þann 28. júlí næst­komandi.

Viðskipti innlent

Ný ak­braut sem heitir Mike

Ný akbraut var formlega tekin í notkun á Keflvíkurflugvelli í dag. Brautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið á vellinum en allar aðrar breytingar á því hafa verið framkvæmdar af Bandaríkjaher og NATO. 

Viðskipti innlent

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur

„Bíl­stjórarnir sjálfir orðið fyrir tekju­missi“

Fram­kvæmda­stjóri Hopp Leigu­bíla fagnar niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins sem telur Hreyfli hafa verið ó­heimilt að heimila ekki bíl­stjórum sínum að skrá sig hjá Hopp Leigu­bílum. Fram­kvæmda­stjórinn segir bæði Hopp og leigu­bíl­stjóra hafa orðið fyrir tekju­missi vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Hreyfils vill ekki tjá sig um niður­stöðu Sam­keppnis­eftir­litsins.

Viðskipti innlent

Viaplay segir upp 25 prósents starfs­fólks

Sænska streymis­veitan Viaplay hefur sagt upp 25 prósent af starfs­fólki sínu. Er það gert til að bregðast við rekstra­r­örðug­leikum en fyrir­tækið sendi frá sér af­komu­við­vörun í síðasta mánuði þar sem gert er ráð fyrir því að fé­lagið verði rekið í tapi næstu árin.

Viðskipti innlent

Hreyfli ekki heimilt að banna bíl­stjórum að aka fyrir Hopp

Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum.

Viðskipti innlent

Gefur lítið fyrir gagn­rýni Guð­mundar en kallar eftir auknu fjár­magni

Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 

Viðskipti innlent