Erlent

Deilt um kosningarnar í Írak

Írakar munu eyða 90 milljónum dollara, sem samsvarar tæpum sjö milljörðum íslenskra króna, til að gera írökskum ríkiborgurum sem búa utan heimalandsins kleift að taka þátt í kosningunum sem fram fara í landinu á næsta ári. Sameinuðu þjóðirnar eru á móti þessari ráðagerð og segja hana of dýra, erfiða í framkvæmd og opna leiðir fyrir hugsanleg svik. Í kosningasjóð Íraka hafa nú þegar safnast 340 milljónir dollara, eða rúmir 20 milljarðar króna. Kosningarnar fara fram, ef allt gengur að óskum, þann 27. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×