Dansa berfætt úti í garði 14. júní 2004 00:01 "Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is. Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Það er eitthvað við það þegar fólk kemur saman til að dansa og syngja allan daginn," segir leikarinn Björn Thors glaðbeittur þegar blaðamaður fær hann til að stíga út úr blómastemningunni í Austurbæ. Þar standa nú yfir æfingar á söngleiknum Hárinu þar sem Björn bregður sér í hlutverk eðaltöffarans Bergers. "Við vorum nokkrir listamenn sem vildum skapa okkar eigið tækifæri og vinna við eitthvað skemmtilegt í sumar," segir Björn en auk þess að leika í Hárinu er hann jafnframt einn af framleiðendum sýningarinnar. "Hárið er fantasöngleikur og í allri umræðunni um stríðið í heiminum og frelsi einstaklingsins töldum við að nú væri rétti tíminn til að setja verkið upp. Þetta er mikið sumarverk og við höfum tekið nokkrar æfingar úti í góða veðrinu í garðinum á bak við Austurbæ. Þar höfum við verið að hoppa um berfætt í fimleikaæfingum og hitinn og svitinn hjálpar okkur til að komast í rétta stemningu." Björn útskrifaðist sem leikari fyrir ári síðan og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í vetur. Leikferillinn byrjar vel því Björn er tilnefndur til Grímuverðlaunanna í ár. "Þau Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hafa leitt mig í gegnum þetta í rólegheitunum og sagt mér ýmsar skemmtilegar sögur úr leikhúsinu," segir Björn, sem er tilnefndur fyrir aukahlutverk í Græna landinu eftir Ólaf Hauk Símonarson. "Ég hef verið að leika síðan ég var unglingur en í Græna landinu fannst mér ég allt í einu skynja hversu mikil áhrif leikhúsið getur haft út fyrir sviðið. Sýningin er gefandi en líka svolítið erfið og þarna upplifði ég til dæmis í fyrsta skipti að eiga langt í land með að koma mér út úr verkinu þegar framkallið er búið." Aðeins tvær sýningar eru eftir á Græna landinu í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem eru spenntir að fylgjast með Birni Thors í framtíðinni ættu ekki að láta Hárið fram hjá sér fara í sumar en söngleikurinn sívinsæli verður frumsýndur þann 9. júlí í Austurbæ. Miðasalan hefst á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, á mbl.is.
Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira