Álfabikarinn 14. júní 2004 00:01 Á Íslandi eru um 75.000 konur sem hafa blæðingar einu sinni í mánuði. Venjuleg kona hendir að meðaltali 100 til 150 kílóum af bindum og töppum um ævina og það tekur mörg ár fyrir umhverfið að brjóta niður plastið og bleikiefnin sem notuð eru við framleiðsluna. Pakkinn af dömubindum kostar 2-300 krónur og þó við notum ekki nema einn pakka á hverjum blæðingum má margfalda þessa upphæð með 12 og svo aftur með 35 til að fá út hve miklu við eyðum í þessar vörur. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans. Hann er því fullkomlega umhverfisvænn. Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Að notkun lokinni er álfabikarinn hreinsaður upp úr volgu vatni sem er búið að blanda ediki að einum fjórða og svo settur upp í skáp þar til næstu blæðingar hefjast. Álfabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Sumar konur eru viðkvæmar fyrir bleikiefnunum sem notuð eru í bindi og tappa og fá því þrálátar sveppasýkingar við notkun þeirra. Álfabikarinn kemur í veg fyrir vandamál af þeim toga. Þær konur sem gætu haft ofnæmi ættu að sjálfsögðu að gæta allrar varúðar við notkun þeirra efna sem þær vita að þær eru viðkvæmar fyrir. Álfabikarinn er bæði öruggur, þægilegur og umhverfisvænn og ef vel er með hann farið endist hann í tíu ár. Álfabikarinn fæst í Móðurást, Dalbrekku 28, Kópavogi. Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á Íslandi eru um 75.000 konur sem hafa blæðingar einu sinni í mánuði. Venjuleg kona hendir að meðaltali 100 til 150 kílóum af bindum og töppum um ævina og það tekur mörg ár fyrir umhverfið að brjóta niður plastið og bleikiefnin sem notuð eru við framleiðsluna. Pakkinn af dömubindum kostar 2-300 krónur og þó við notum ekki nema einn pakka á hverjum blæðingum má margfalda þessa upphæð með 12 og svo aftur með 35 til að fá út hve miklu við eyðum í þessar vörur. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu. Engin tré eru felld til að afla hráefnisins heldur er gúmmíinu tappað af sömu trjám ár eftir ár. Enginn úrgangur fellur til við notkun hans. Hann er því fullkomlega umhverfisvænn. Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar. Að notkun lokinni er álfabikarinn hreinsaður upp úr volgu vatni sem er búið að blanda ediki að einum fjórða og svo settur upp í skáp þar til næstu blæðingar hefjast. Álfabikarinn hentar öllum konum, ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Sumar konur eru viðkvæmar fyrir bleikiefnunum sem notuð eru í bindi og tappa og fá því þrálátar sveppasýkingar við notkun þeirra. Álfabikarinn kemur í veg fyrir vandamál af þeim toga. Þær konur sem gætu haft ofnæmi ættu að sjálfsögðu að gæta allrar varúðar við notkun þeirra efna sem þær vita að þær eru viðkvæmar fyrir. Álfabikarinn er bæði öruggur, þægilegur og umhverfisvænn og ef vel er með hann farið endist hann í tíu ár. Álfabikarinn fæst í Móðurást, Dalbrekku 28, Kópavogi.
Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira