Erlent

Verða að samþykkja fjárhagsáætlun

Fjármálaráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að sá stjórnmálaflokkur sem hyggst koma inn í ríkisstjórnarsamstarf landsins verði að samþykkja fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Líkúd-bandalagsins fyrir næsta ár. Stjórnarsamstarfið, sem flokkur Ariels Sharons forsætisráðherra hefur leitt, sprakk í síðustu viku þegar ísraelska þingið hafnaði fjárhagsætluninni. Þingmenn ríkisstjórnarinnar eru nú aðeins einn þriðji af sitjandi þingmönnum landsins, eða 40 af 120 talsins, og þessa dagana freistar Sharon þess að fá nýjan flokk inn í stjórnarsamstarfið svo ekki þurfi að blása til kosninga. Hann hefur biðlað bæði til Verkamannaflokksins og Rétttrúaðra en þeir flokkar hafa lýst yfir að meiri fjármunum verði að veita í velferðarmál en gert er ráð er fyrir í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×