Erlent

Tvö tonn af morfíni gerð upptæk

Yfirvöld í Pakistan gerðu meira en tvö tonn af morfíni og mikið magn vopna upptæk í afskekktu smáþorpi við landamæri Afganistans í morgun. Markaðsverðmæti morfínsins er talið vera um 60 milljónir íslenskra króna. Talið er að bæði vopnunum og lyfjunum hafi verið smyglað til landsins frá Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar áætla að ópíumframleiðsa Afgana hafi numið 3600 tonnum á síðasta ári, eða þriðjungi heimsframleiðslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×