Erlent

ÖSE samþykkir nýjar kosningar

ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hefur samþykkt að forsetakosningarnar í Úkraínu verði endurteknar þannn 26. desember næstkomandi eins og Hæstiréttur landsins lagði til á föstudag. ÖSE mun senda fjölmarga fulltrúa sína til Úkraínu til þess að reyna að tryggja að enginn maðkur sé í mysunni við framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum bar Viktor Janúkóvítsj forsætisráðherra sigur úr bítum í atkvæðagreiðslunni sem fór fram fyrir réttum tveimur vikum en mótframbjóðandi hans, Viktor Júsjenko, hefur statt og stöðugt haldið því fram að um kosningasvindl hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×