Erlent

Veronica fékk leyfi

Veronica, 31 árs gömul fatafella frá Rúmeníu, er í sviðsljósinu í Kanada um þessar mundir eftir að innflytjendaráðherra landsins, Judy Sgro, ákvað að veita henni landvistarleyfi á undan öðrum umsækjendum. Ástæðan er sú að Veronica vann sjálfboðastarf fyrir Sgro þegar hún barðist fyrir endurkjöri á þingi. Stjórnvöld í Kanada hafa lagt mikla áherslu á að veita erlendum fatafellum landvistarleyfi vegna skorts á vinnuafli í faginu. Hefur ákvörðunin valdið miklum deilum í landinu. "Þetta er frábært starf," sagði Veronica. "Það hefur veitt mér betri tækifæri í lífinu en mig hafði órað fyrir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×