Erlent

Vill kosningar

Boris Tadic, forseti Serbíu, hefur lagt til að kosningar verði haldnar í landinu til að hægt verði að skipta um ríkisstjórn. Forsætisráðherra Serbíu, Vojislav Kostunica, hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að neita að handtaka og framselja hóp meintra stríðsglæpamanna sem hafa verið ákærðir af stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna. Kostunica hvatti hina ákærðu til að gefa sig fram í stað þess að láta lögregluna handtaka þá. Gagnrýndi Tadic þá ákvörðun harðlega og sagði flesta ákærða einstaklinga neita að gefa sig fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×