Erlent

Mótefni gegn bráðalungnabólgu

Kínverskir vísindamenn tilkynntu í dag að fyrsta stigi rannsókna á bóluefni gegn bráðalungnabólgu væri lokið. Vísindamennirnir sprautuðu tuttugu og fjóra sjálfboðaliða með bóluefninu og segja þá alla hafa náð að mynda mótefni gegn veikinni. Um átta þúsund manns í þrjátíu löndum veiktust þegar bráðalungnabólgufaraldurinn gekk yfir árin 2002 og 2003. Af þeim létust um 800.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×