Erlent

Grófu dreng lifandi

Dómstóll í Ningxia-héraði í norðvesturhluta Kína hefur dæmt níu unglinga fyrir að svívirða, grýta og grafa 15 ára skólafélaga sinn lifandi. Hinn 16 ára Su fékk lífstíðardóm fyrir athæfið en átta vinir hans fengu tveggja ára dóma að lágmarki. Sá yngsti, sem var 13 ára, slapp við refsingu sökum aldurs. Atvikið átti sér stað í mars þegar Su lamdi skólafélagann með belti og priki, fór með hann út í skóg, lét hann grafa holu og leggjast í hana. Henti hann steinum ofan í holuna og setti síðan mold yfir. Að sögn Su hafði skólafélaginn komið upp um hann vegna þjófnaða sem hann hafði framið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×