Erlent

Aðeins á ball með foreldraleyfi

Samkynhneigðir nemendur í gagnfræðaskólanum Coopers Hill í Utah þurfa að fá samþykki foreldra sinna til að fá að dansa saman á skóladansleikjum. Þetta hefur vakið mikla reiði samkynhneigðra nemenda sem hafa efnt til mótmæla nokkra daga í röð. Tom Worlton skólastjóri segir regluna hafa verið setta til að vara foreldra við því að samkynhneigð pör kynnu að verða fyrir aðkasti. Quovaudis Atwood, faðir sautján ára nemanda, sagði að sér virtist sem skólayfirvöld væru frekar að reyna að komast hjá því að axla ábyrgð ef eitthvað kæmi upp á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×