Sport

Silfur hjá Kristínu Rós

Kristín Rós Hákonardóttir, sundmaður, heldur áfram að gera frábæra hluti en í gær varð hún í öðru sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi í S7 flokki á ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Kristín Rós synti á 1:38.84 mín. og varð aðeins 0.18 sekúndum á eftir Erin Popovich frá Bandaríkjunum. Kristín Rós hafði titil að verja frá Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum. Kristín Rós var fyrst í undanrásum, synti á 1:39.26 mín., og var þá 70/100 úr sekúndu á undan Erin Popovich. Alls tóku 11 keppendur þátt í sundinu og komust átta í úrslit. Í fyrradag varð Kristín Rós í fimmta sæti í sínum flokki í 100 metra skriðsundi en hún kom í mark á 1:17.26 mín. Erin Popovich varð einngi sigurvegari í því sundi, synti á 1:14.61 mín. og var það nýtt Ólympíumet.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×