Inga hefur alltaf fylgst vel með tískunni, skór eru henni hugleiknir og hún er óhrædd við að blanda ólíkum tískutrendum saman.
Inga ferðast einnig mikið erlendis vegna vinnu sinnar. Hún hefur því fingurinn á heimstískunni og veit alltaf hvað er á næstu grösum. Inga fór í búðarráp og valdi sér nokkra hluti sem hún telur alveg nauðsynlega í fataskápnum í vetur.





